mohawk_8 wrote:Er með 3 Gúbbý fiska og það eru komnir slatti af svona pínulitlum hvítum blettum á sporð og ugga á annari kellingunni og það er aðeins komið á sporðinn á hinni kellunni og kallinum
allir helst að svara því að ég hef ekki hugmynd hvað þetta er og vill helst komast fyrir þetta ef að þetta er alvarlegt

Hvítbletta veiki getur leitt fiska til dauða ef ekkert er að gert en hún getur líka farið jafn fljótt og hún kom.
Ertu nýbúinn að fá þessa fiska eða varstu að fá einhverja nýja fiska í búrið eða bæta einhverju í búrið sem kom frá öðrum? Hvað er hitastigið í búrinu núna? Hvítbletta veiki kemur oftast út af köldu vatni, lélegum vatnaskilyrðum og stressi.
Þetta er auðvelt að lækna, með því að hækka hitan um 2-3 gráður og salta. Salt og hiti drepur snýkjudýrið sem veldur white spot.
"Salt er í flestum tilfellum besta ráðið gegn veikinni.
Setjið 1-2 matskeiðar af joðlausu salti á hverja 5-10 lítra af vatni. Í gróðurlaus búr er óhætt að setja tvöfalt meira magn af salti.
Gott er að hækka hitan um 2-3° og auka loftun í búrinu, td. bæta við loftdælu eða gæta þess að hreinsidælur gári vatnsyfirborðið vel. Í flestum tilfellum ættu einkennin að minka eftir sólarhring og hverfa alveg á 3-4 dögum. Ef einkennin minka ekki er ráð að bæta salti í búrið eða athuga með lyfjagjöf.
Þegar fiskarnir hafa verið einkennalausir í 2-3 daga er gott að gera 30-50% vatnskipti og gæta þess aðhitastigið á nýja vatnið sé það sama og í búrinu. Ath. að sniglar og plöntur þola illa salt."
farðu eftir þessum leiðbeiningum, ekki seinna en í gær.