Grænn þörungur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Grænn þörungur

Post by sindris »

Búrið mitt er alltaf að fyllast af grænum þörungi. Kannski ekki alveg bókstaflega heldur verður sandurinn til dæmis með græna ábreiðu nánast og alveg neðst á glerinu og aðeins á stóru steinunum.

Er eitthvað að gera við þessu, eða bara að hreinsa? Ancistran er reyndar dugleg að taka eitthvað af steinunum en ekki botninn...
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er þetta alveg heavy, líkt og einhver hafi misst málningu yfir mölina ?
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Nánast sko, já. Þetta safnast á einhverjum tíma og límir steinana eiginlega bara alveg saman!

Ég hefði átt að taka mynd áðan en ég var bara að rygsuga þetta í dag..
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Sjá hér
http://www.floridadriftwood.com/algae_i ... ation.html

Hljómar eins og fyrsta myndin. Baktería. Ég lenti einu sinni í þessu. Þurfti lyf.
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Mér sýnist þetta nú samt ekki verða svona gróft sko, þetta vex aldrei neitt meira heldur en 2mm ofan á steina.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta er ömurlegt að eiga við, þetta er í nokkrum búrum í búðinni en nær ekki að dafna almennilega.
Það eru ýmis húsráð við þessu, td að lækka sýrustigið niður úr öllu valdi en þá er best að koma fiskunum í fóstur á meðan.
Við lentum illa í þessu í 250 l Tanganyika búri og þá hreinsuðum við allt sjánlegt grænt í burtu, fylltum búrið af flotgróðri og drasli, minnkuðum fóðurgjöf og styttum ljósatíman í 7 tíma. Í dag ber ekkert á þessu.
Þú gætir gert eitthvað svipað, td fyllt sumpinn af gróðri.
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Fokk... fokk .... hvað ég nenni þessu ekki. En hvað gerir maður ekki...

Ég ætla að bíða í smátíma og taka svo mynd af þessu sem ég posta hér, vil vera viss um þetta áður en ég fer út í einhverjar aðgerðir.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er baktería, það er til lyf við þessum sem leysir þetta upp á 2 dögum.

Þetta er það "sama" og cyanobacter sem er rauði þörungurinn í sjávarbúrum, sömu lyfin virka á þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

Okei, hvaða lyf er þetta og hvar fæ ég það?

Takktakk
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég keypti mitt hjá Tjörva á sínum tíma, en það er eitthvað erfitt að finna þetta núna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mig mynnir eimitt að þetta hafi bara verið til hjá Tjörva. Allir keyptu það þar.
Veistu Keli hvað þetta lyf gerir nákvæmlega eða hvað það er í því sem drepur bakteríuna ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Strákarnir í dýragarðinum hafa verið að reyna að flytja þetta inn skilst mér en ekki fengið leyfi þar sem það er eitthvað lyfjavesen í þessu...

Mig grunar að fólk þurfi bara að panta þetta að utan og vona að tollurinn taki þetta ekki. Þetta er til frá fullt af framleiðendum, þetta sem ég á heitir "Chemi-Clean".

Það stendur ekkert um það hvað er í þessu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

http://en.wikipedia.org/wiki/Erythromycin

Lesning um efnið sem er talað um síðunni sem ég vísa til.

Þetta er nokkurskonar pensilín og því ekki skrítið að menn leyfi ekki óheftan innflutning á þessu.

Síðan sem ég vísaði til segir þetta í flestum almennum fiskalyfjum. Athugaðu innihaldslýsinguna á fiska bakteríulyfjum í búðunum.
User avatar
Hrafnkell
Posts: 321
Joined: 16 Mar 2007, 21:03
Location: Kópavogur

Post by Hrafnkell »

Og ef þú í raun þarft sýklalyf ath að það hefur trúlega líka áhrif bakteríuflóruna góðu í sandi/filter svo þú þarft að fylgjast vel með vatnsparametrum og vera duglegur í vatnsskiptum á eftir.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Á dollunni sem ég er með stendur að þetta hafi engin áhrif á nítrít/ammóníubakteríurnar og engin áhrif á hryggleysingja og hvaðeina... Veit ekki hvort þetta sé sama efnið og þú ert að tala um, en þetta svínvirkar amk :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
sindris
Posts: 154
Joined: 08 Jan 2007, 17:38

Post by sindris »

http://www.marvelousproducts.com/Chemic ... iclean.htm

Spurning hvort maður ætti bara að prófa að panta þetta og vona að þetta verði ekki tekið...
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Verður örugglega ekki tekið, sérstaklega ef þú tekur eitthvað annað dót með.. :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply