Jæja núna erum við búin að losa okkur við stóru fiskana og ætlum að vera með gróður/samfélagsbúr. Við erum búin að fjárfesta í co2 uniti frá Dýragarðinum og nokkrum plöntum.
Íbúar núna eru: Axarfiskar, glerfiskar, gúbbar, eldhali farowella, coridors, kardinálar, sae,eplasnigill, green phantom, adonis og forsetinn í búrinu 23cm pleggi
Hérna eru myndir af búrinu núna.
ég myndi passa að grafa ekki java burknann svona ofan í mölina, harði stöngullinn (rhizome) sem heldur plöntunni saman gæti rotnað og plantan dáið.
Það gæti þó sloppið ef stöngullinn er aðeins grafinn að litum hluta og ræturnar halda plöntunni niðri.