hérna er uppdate á nanóbúrinu.. ég hræri reglulega í því, (með skelfilegum árangri, drulla útum allt) veiði seiði upp, reyni að troða gróðrinum niður og pirra rækjurnar. þetta er samt farið að líkjast alvöru búri.
spólgraður endlerkall er alltaf með vesen og rækjurnar rífa upp smágróðurinn og snúa hverri jarðvegskúlu fyrir sér
Last edited by gudrungd on 13 Mar 2009, 23:54, edited 1 time in total.
Sóla setti sitt upp hjá kærastanum með 2 gullfiskum og ljósum sandi, fær plöntur fyrir low tech hjá mér og eftir hendinni. ég ætla að setja mitt upp sem laumuseiðabúr... ég er búin að vatnsprófa það með onyxsand... tinnusteina og eitthvað sniðugt (kallinum finnst 6 búr í íbúðinni alveg nóg)
Spurning um að fara að finna sér nýjan kall eða bara kaupa stærra sjónvarp fyrir hann.
Sóla er góð, byrjuð að ala sinn upp og koma búrum inn hjá honum, um að gera að innprenta það strax að fiskabúr fylgja með í pakkanum.
Vissi að þú myndir segja þetta Elma! í efra búrinu eru 6 ramirezi síkliður og 4 albino corydoras, í því neðra diskusa kelling og kall, þori ekki að kalla þau par þar sem kellingin er búin að hringna en kallinn horfið bara vandræðalegur á botninn á meðan.
Sven wrote:Fínt að tefla við páfann þarna.
Hvernig kemur annars 6 fiðrildasíkliðum saman í þessu búri? Hvernig er kynjaskiptingin?
hún er frekar skrítin.... ég er með einn risastórann kall sem virðist vera ófrjór eða ókynhneygður, tvær kellingar sem eru búnar að reyna að hrygna saman, tvær litlar sem hafa ekkert stækkað og ég myndi ekki treysta mér til að kyngreina og svo einn sprækann kall sem ég er nýbúin að fá.
Agnes Helga wrote:Hva, voðaleg vandræði eru á þessum kk fiskum hjá þér Vona þú eigir ekki við sömu vandræði að stríða og kvensurnar í búrunum.. hehehe
Þó að ég hafi verið kosin líklegust til að vera lessa í grunnskóla þá vantaði bara það uppá að ég hafði engan áhuga á stelpum! svo lítinn að ég átti eiginlega bara stráka að vinum og það er ennþá dáldið svoleiðis. það er svo aldrei að vita hvað maður gerir í ellinni þar sem afkvæmin eru orðin 3, ágætis afköst held ég!
Hehe, ég var nú ekki að meina að þú værir að vera lesbísk heldur að karlinn væri ekki að standa sig þar sem karlkynsfiskarnir virðast vera e-h feimnir við skvísurnar Þær verða nú að redda sér, þótt ekkert verði úr hrognunum, með maka greyin þegar karlinn er ekki að standa sig í stykkinu greyið
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
er þetta ekki bara allstaðar svona! ég er reyndar á því að það séu ekki að koma nógu góðir fiskar til landsins núna, er með bæði frá fiskó og dýragarðinum og þetta eru hálfgerðir aumingjar! lýsi eftir fallegri kvk fiðrildasíkliðu!