Nanó búr Elmu

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Nanó búr Elmu

Post by Elma »

Ég er búin að starta mínu fyrsta nanó búri. Setti í það rót og ljósa möl. Festi á rótina einhvern anubias og java mosa og stakk í mölina Eleocharis Aciuclaris og henti einum kúluskít út í. kemur ágætlega út. Einnig er ég búin að setja í það þrjá Zebra danio.

Image
þetta er skársta myndin sem ég náði. Lýsingin er ekki sú besta þarna í kringum búrið, notaði ekki flass.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Karen
Posts: 880
Joined: 15 Aug 2007, 21:48

Post by Karen »

Þetta þykir mér nú bara frekar sæt uppsetning, þetta líkist litlum garði. :)
Rosalega flott hjá þér!
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

:) Takk Karen
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

mér finnst þetta mjög flott :D við nánari skoðun þá sé ég þig elma á myndinni! :P
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

haha, já ég veit.. það var viljandi gert 8)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
SadboY
Posts: 94
Joined: 13 Mar 2009, 12:26

Post by SadboY »


Hvar fær maður kúluskít? :P
xxx :D xxx
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

öruglega í næstu dyrabúð
:)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég er alveg á báðum áttum hvernig ég á að hafa nanó búrið mitt. Ég er búin að vera að skoða nanó búr á netinu og það eru svo mörg falleg þar, t.d þetta

Image

og þetta

Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

þú ert greinilega búin að vera að skoða sömu síðurnar og ég Elma! Þetta japanska lúkk er hrikalega fallegt
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

great minds think a like, Guðrún ;)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er nokkuð viss um að þú þyrftir að punga út nokkrum þúsundköllum ef þú ætlaðir að setja svona mikinn gróður í búrið.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

eða bíða soldið lengi eftir að kvikindin dreyfi úr sér! keppnin verður haldin eftir 6 mánuði er það ekki? :-)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég bíð bara eftir að plönturnar fjölgi sér :) mig langar samt svakalega í eina plöntu, Najas guadalupensis og eina í viðbót, hún er ekkert ósvipuð arfa, ljósgræn með smáum blöðum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Vá hvað verður gaman að fylgjast með þróuninni á þessu :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

jæja.. auðvitað er ég búin að breyta búrinu eitthvað!

Bardagafiskurinn minn flutti í nanó búrið og ég tók zebra daníóana og setti þá í 60L búrið.

Svo gerði ég 80% vatnsskipti í dag, tók allt úr búrinu, endurraðaði og bætti við einni plöntu.

Fyrir
Image

Eftir
Image

Einnig bættist í búrið bardaga kerling, en hún er í netabúri svo hún fái frið fyrir karlinum. Hann er að hamast við að búa til flothreiður og ég sleppi henni til hans þegar þau eru bæði tilbúin.
Java mosinn fær að vera svo hún geti falið sig þegar að því kemur.
Hann varð mjög ánægður með heimsóknina og ég tók myndir af honum vera að sýna sig.

Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Segið mér hvað eru Nano búr?

En flott hjá þér.
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

Post by Jaguarinn »

vá hvað rótin hjá þér er flott :D
:)
Hazufel
Posts: 34
Joined: 26 Mar 2009, 03:31
Location: Hafnafjörður

Post by Hazufel »

Lítill fiskabúr basicly.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Hazufel wrote:Lítill fiskabúr basicly.
Skil þig, ég er að bíða eftir mínu sem er ca 25 lítra, er það þá nano búr?

Maður verður að læra þetta allt hehe.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Nanó= lítið/smátt. Þetta eru sem sagt smábúr. Eru yfirleitt um 8L (held ég) og algjör meistara verk.

http://showcase.aquatic-gardeners.org/2 ... ry=0&vol=0

Mitt er 24L.

Takk Sigurgeir. En ég tók hana úr búrinu áðan og henti henni í annað búr 8)
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

enn og aftur breytingar!

Tók ALLT úr búrinu, setti nýjan sand í það, grjót og plönturnar sem voru fyrir í búrinu.

Loksins er búrið eins og ég ætlaði mér að hafa það :D

hér er mynd 8)
Skársta myndin sem ég náði af búrinu
Image

Hvernig líst ykkur á?

*smá þraut: komiði auga á fiskinn?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hey flottur sandur, hvar fékkstu hann :P

bardagakarlinn hangir uppí í horninu vinstra megin
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mér líst mjög vel á þetta, fiskurinn er uppi í vinstra horninu.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

rétt!

Takk.

Búrið lítur reyndar miklu betra út með berum augum 8)
Andri Pogo wrote:hey flottur sandur, hvar fékkstu hann :P
:wink:
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Lindared wrote:enn og aftur breytingar!

Tók ALLT úr búrinu, setti nýjan sand í það, grjót og plönturnar sem voru fyrir í búrinu.

Loksins er búrið eins og ég ætlaði mér að hafa það :D

hér er mynd 8)
Skársta myndin sem ég náði af búrinu
Image

Hvernig líst ykkur á?

*smá þraut: komiði auga á fiskinn?
o ég sé enga mynd. :(


hvernig er það, má maður týna gróður út í náttúrunni til að setja í búrinn, eða lifir bara einhver spes gróður ofan í vatninu og einnig, ef mig myndi langa að hafa lifandi gróður, þarf ég þá að setja eitthvað annað en bara steina í botninn?
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Sé nýju myndina núna og mikið er þetta flott hjá þér. :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það er ekki nóg að finna gróður úti. Þetta sem við notum í fiskabúrin er allt saman "sérstakur" vatnagróður sem finnst víðsvegar um heiminn.
Það þarf ekkert annað en sand/möl til að stinga niður gróðri.
-Andri
695-4495

Image
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Andri Pogo wrote:það er ekki nóg að finna gróður úti. Þetta sem við notum í fiskabúrin er allt saman "sérstakur" vatnagróður sem finnst víðsvegar um heiminn.
Það þarf ekkert annað en sand/möl til að stinga niður gróðri.
Ok takk fyrir svarið. :)
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hérna er mynd af eina íbúanum í nanóbúrinu þessa stundina.

Image
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Glæsilegt hjá þér og fallegur litur á fisknum :)
Post Reply