Kominn svolítið í gang með skápinn og er að velta fyrir mér að fara að panta glerið fljótlega.


Efri ramminn, sem fer undir búrið.

Neðri ramminn, með stoðunum.

Passaði sem betur fer allt saman, beint og fínt. Það er reyndar örlítill halli á gólfinu frá vegginum, en ég held ég þurfi ekki að stressa mig á því, ekki einu sinni það mikill að loftbólan í hallamálinu fari út fyrir strikið, rétt snertir það.
Síðan bæti ég lóðréttum stoðum á milli rammanna á sama stað og láréttu stoðirnar eru inni í römmunum og ætla mér svo að festa lamir þar á.
Ég ætla að hafa svona ramma á skápnum sem verður úr eik og kemur á milli hurðanna líka (sem verða 3, eða mögulega 6, ef ég nota 2 í hvert bil)
En svo ætla ég að hafa hurðirnar og restina af skápnum úr einhverju hvítu efni. Hvað haldiði að sé best í þeim efnum?
Ég var að láta mér detta í hug að láta bara einhverja húsgagnaverslun smíða hurðirnar fyrir mig úr einhverju plastlögðu efni og biðja þá að sníða svo í restina af skápnum úr sama efni. Ætli það yrði dýrt spaug? Ætli sé ódýrara að fá bara mdf, saga það niður í rétta stærð og spreyja það svo hvítt? Allar tillögur varðandi þetta eru vel þegnar.
Ég ætla að hafa eikarrammann um 5cm breiðann (hjafn breiðan og þykktin á timbrinu), til þess hafði ég hugsað mér að ódýrasta lausnin væri jafnvel að reyna að fá gegnheilt eikarparket og saga það í rétta stærð. Gallinn er reyndar sá að ég fæ varla gegnheilt eikarborð sem er jafn langt og skápurinn, 2m.Örugglega rándýrt að láta sérsmíða svona lista?
Reyni svo að pósta framfrörum af smíðinni reglulega.