Hvaða fiskar passa saman ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Klumpulokur
Posts: 5
Joined: 19 Oct 2006, 06:21

Hvaða fiskar passa saman ?

Post by Klumpulokur »

Ég er að starta ferskvatnsbúri en langar að fá info um hvaða fiskar mega vera saman og hverjir ekki.

Það sem ég veit er að síkliður ganga svo að segja einungis með síkliðum. Getur eldhali eða skalar ekki verið með þeim í búri ?

Mig langar að hafa lítinn humar í búrinu. Gengur það almennt og ef svo með hvaða fiskum ?

Mig langar í litskrúðuga og fallega fiska. Gefið mér endilega einhver ráð, takk.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Eldhali ætti að geta gengið með flestum sikliðum í sæmilegu búri.

Skalar eru sikliður og geta því verið með öðrum sikliðum í búri, hins vegar er ekki ólíklegt að einhverjir árekstrar verði á milli tegunda. Sæmilega stórir skalar geta verið með ýmsum sikliðum í búri ef búrið er vel stórt.
Ég tel þó óráðlegt að hafa þá með öðrum sikliðum nema þær séu í rólegri kantinum eða töluvert minni en skalarnir.

Humar getur skaðað minni og hægfara fiska og stærri fiskar telja yfirleitt humarinn ágætis snakk en hægt er að hafa humar með fiskum ef jafnvægis er gætt, ég persónulega myndi hafa humarinn sér í litlu búri þar sem þeir gera litlar kröfur til búrs og vatnsgæða og hreinsibunaður er í flestum tilfellum óþarfur.

Í hvaða fiskum liggur áhuginn helst hjá þér ?
User avatar
Hrappur
Posts: 459
Joined: 16 Sep 2006, 16:28

Post by Hrappur »

skalar geta gengið með hvaða dvergsíkliðum sem er td. kribbum og apistogramma jafnvel firemouth og minni síkliðum en einsog vargur bendir á þá fer það eftir stærð búrs og fjölda fiska hvernig sambúin gengur en skalarnir eigna sér mið og efsta hluta búrsins en dvergsíkliðurnar mið og botnhlutann þannig að búrið er fullnýtt svo að segja.

skalar eru friðsamir og rólegir fiskar sem rétt svo æsa sig þegar þeir eru að hrygna en þá er oft heitt í kolunum.

í búri með eldhala - skölum og apistum þá yrði eldhalinn grimmasti fiskurinn myndi ég ætla og gæti hann tekið upp á því að drepa það sem fyrir er í búrinu . . það gengur td. yfirleitt mjög illa að hafa fleiri en einn eldhala saman í minni búrum . . þeas. það verður bara einn eftir..

humar getur gengið með fiskum sem líta ekki á hann sem mat en þeir þurfa samt líka að vera það stórir að humarinn kræki ekki í þá og éti .. ég hef heyrt sögur þar sem þetta hefur gengið í einhvern tíma en yfirleitt þá endar sagan á því að einhver endaði sem fæða og þá yfirleitt humarinn þegar hann er að skipta um klæði. ..
ath. að ég hef aldrei átt humar svo þetta eru sögusagnir ..
Klumpulokur
Posts: 5
Joined: 19 Oct 2006, 06:21

Post by Klumpulokur »

Nú spyr ég spurningar sem ég hefði líkast til átt að vera búinn að kasta fram. Í hvaða flokka skiptast ferskvatnsfiskar og hvaða tegundir falla undir hvern flokk (með dæmum takk) ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... lokkar.htm

Hér má finna upplýsingar um helstu flokka skrautfiska ásamt miklum fjölda af myndum.
Post Reply