Dauður fiskur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Dauður fiskur

Post by Gunnsa »

Guppy kallinn sem ég var að fá drapst núna áðan.. Hann var búinn að vera frekar veiklulegur áður en hann komst í stórabúrið, svo komst hann í það og varð allur hressari.. En það entist ekki lengi og hann varð mjög druslulegur fljótt. Var rosalega fallegur mascow blue (held ég) með smá svona grænu í þar sem sporðurinn byrjaði. En svo var eins og sporðurinn byrjaði að detta af. Og þegar hann var við það að drepast settum við hann í einangrun (hann dó svona 2 min seinna) og þá var sporðurinn orðinn bleikur og skrítinn..

Image
Svona leit sporðurinn á honum (sporðurinn sést á milli kellana) út þegar hann var nokkuð frískur og fínn

Image
En svona var hann nokkrum andartökum áður en hann drapst..

Vitiði hvað var að honum og hvort að hann hafi nokkuð smitað kellurnar tvær sem voru með honum í búri? Þær eru alveg frískar og sætar núna en ég vil helst ekki að þær drepist með honum.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er erfitt að seiga eitthvað um þetta, ef allar aðstæður hafa verið góðar í búrinu þá er þetta sennilega eitthvað sem stress af völdum og flutninga og þess háttar kallar fram, guppy fiskar í dag eru almennt mjög viðkvæmir. Ef kerlingarnar líta vel út þá er litlar áhyggjur að hafa, ekki fara að missa þig í eitthvað lyfjasull.
Sjáðu bara til í nokkra daga og ef kellurnar virðast fínar findu þér þá nýjan karl.
Nokkrar matskeiðar af salti í búrið skaða ekki.
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Okay, takk :D
Ætla samt að bíða og sjá hvað kemur af seiðum frá kellunum, held að þær séu báðar preggies :P
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hvar og á hvað keyptiru þetta búr?..
User avatar
Gunnsa
Posts: 346
Joined: 09 Apr 2007, 22:41
Location: Kóp IS

Post by Gunnsa »

Öhmm.. Ef þú ert að tala við mig þá keypti ég það í dýabúð í mjódinni og það kostaði 11.950
RENA 43L
Post Reply