Botnplata?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Botnplata?

Post by Fargo »

Góðan dag,

Ég lenti í að botnplatan brotnaði í 520L búrinu. Var að hugsa um að skipta fljótlega, nema..einhverntíma las ég að hægt væri að nota eitthvað annað en gler, hvað væri það þá helst og hvernig ber maður sig að?

Vandmálið með gler er auðvitað það að mögulega getur það brotnað og ég vill ekki lenda í því aftur og svo er það ógeðslega dýrt.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ryðfrítt stál virkar og sílikon festist ágætlega á því.
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Já það er ein hugmyndin, hversu þykk yrði platan að vera?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

2-3mm hljóta að vera feikinóg.
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Frábært, hvar gæti ég komist í svona lagað og væntanlega látið skera til?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

líklega sindra stál til dæmis.. Einhver stálsmiðja bara.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Takk kærlega fyrir
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Mæli með gleri í 1, 2 og 3 sæti, svo plexy frá www.haborg.is í 4, lýst ekkert á málm í fiskabúr
Kv. Jökull
Dyralif.is
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Why?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Endingin er betri í glerinu og plexy, meiri styrkur, minni líkur á að leki byrji aftur, átt ekki hættu á því að aukaefni leki út í vatnið sem geta eitrað og gler og plast ryðga ekki

Ef þú þarft að salta einhverntíman hjá þér mun það ekki fara vel í málminn og svo lokarðu alveg á þig með endursölu á búrinu til persónu sem vantar búr fyrir saltvatn

Málm platan mun auðveldlega losna í flutningi nema þú ætlir að setja hana beint ofan á brotið, sem gerir flutning líka erfiðann

En endilega settu inn mynd af sprunginni, það gæti leitt ljós á betri lausnir

Getur líka sent mér myndina og ég set hana inn fyrir þig

Jolli@gaui.is
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Squinchy wrote:Endingin er betri í glerinu og plexy, meiri styrkur, minni líkur á að leki byrji aftur, átt ekki hættu á því að aukaefni leki út í vatnið sem geta eitrað og gler og plast ryðga ekki
Ryðfrítt stál er ef ég man rétt 1000 x sterkara en gler og 100x sterkara en plexy, það ryðgar ekki og gefur ekki frá sér aukaefni enda er það notað í matvælavinnslu, hnífapör, fiskvinnsluvélar á sjó og í landi osf.
Sílikon festist á því svipað og á gleri.
Það er nokkuð algengt að menn noti ryðfrítt í botna á stærri fiskabúrum, td er ef ég man rétt 1100 lítra búrið hans Svarars með ryðfríum botni.

Annars er ég sammála því að nota gler í viðgerðina enda er það best ef um glerbúr er að ræða.
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Já ok, ég er allavega búinn að senda myndirnar.
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Ef hægt er að nota hvoru tveggja í viðgerðina, þá myndi ég velja ódýrari kostinn.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er frekar viss um að ryðfrítt stál geti ryðgað í rispum og skemmdum með tímanum, þori samt ekki að hengja mig upp á það :D
Treysti því persónulega ekki

En hérna eru myndirnar
Image
Image
Image

Held að 5 - 6mm plata yfir gömluplötuna gæti reddað þessu, frekar snyrtileg sprunga
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hef verið með ca 500 lítra búr með botni úr ryðfríu og hef yfir engu að kvarta... Virkaði fínt í ferskvatn allavega :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

eitt 800 og eitt 1200 ltr hjá mér eru með ryðfríum botni
mjög þægilegt þar sem endalaust er hægt að setja af grjóti á botninn
en í báðum tilfellum er botninn soðinn á ramma sem síðan glerið kemur innaní
þægilega létt búr og einföld í fluttningi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
drepa
Posts: 136
Joined: 16 Feb 2009, 09:46
Location: Hafnarfjörður 220

Post by drepa »

316 seltu og sýruvarið riðfrítt stál á ekki að riðga, ekki nema að það hefur verið notað slípiskífur sem hafa verið notaðar í járn.

enn 316 stál er dýrt , mjög dýrt held að 1 plata af 2 mm 316 sé um 30 - 60 þúsund seltu og sýruvarið óburstað miða við að platan sé held ég um 250x125 , enn ég gæti alveg skjáltast , langt síðann að ég var að vinna með þetta
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

30 - 60 þúsund JESÚS!! ..það myndi ekki flokkast undir sparnað :)
BIG RED2
Posts: 88
Joined: 04 Mar 2009, 18:51

Post by BIG RED2 »

krossvið ?
skrifaði áður sem big red
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

nja þenst hann ekki út ef hann blotnar sem væri náttúrulega ekkert sniðugt
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bara glerplötu yfir þetta, ódýarasta og einfaldasta leiðin.
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Farinn að halda það barasta, kominn á byrjun :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þú ættir nú að geta verið nokkuð safe með því að setja krossviðarplötu og smá frauðplast undir botninn. og mun ódýrara.
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Sven, ertu þá að meina að ég ætti að setja nokkra millimetra af frauði undir krossviðinn, en hvernig þolir krossviðurinnbleytuna, þarf að vinna hann eitthvað fyrir það.

Hversu þykkur skal hann vera og þá einnig frauðið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég held að gler sé gáfulegasti kosturinn sérstaklega ef Fargo liggur ekki á krossvið eða ryðfríu stáli og er að spá í verðið. Krossvið þarf að kaupa í heilum plötum og stál er dýrt.
Reyndar skil ég ekki af hverju Fargo talar um að gler sé svo dýrt því glerplata í þetta búr kostar varla meira en 4-5 þús max.
Fargo
Posts: 44
Joined: 08 Oct 2007, 02:44

Post by Fargo »

Reyndar er hún á einhvern 8.000, þar sem ég tjekkaði, en að vísu er það rétt og ég sé það núna að þetta er ekki svo mikill kostnaður miðað við annað..þurfti bara aðeins að fræðast um það.

Ef hægt er að fá gler á betra verði einhversstaðar þá meigið þið endilega benda mér á það :)

Og já takk fyrir góð svör.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Íspan hefur gefið mér bestu verðin.
Hver eru málin á botninum ? Ég efast um að verðið á glerplötu sem fer ofan á brotnu plötuna sé hærra en 4.000.- 6mm ætti að duga í það.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

6mm, er það ekkert of lítið fyrir þessa stærð af búri?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ekki ef hún fer yfir orginal plötuna en ein og sér á hún ekki séns
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply