Ég er með 2 endler kerlingar og 1 kall. Báðar kerlingarnar voru feitar og fínar í gær en í morgun var 1 þeirra mjög horuð. Las í þræði í "Gotfiskar" það að Guðmundur sagði að ormar sjást ekki alltaf, gætu þetta verið ormar?
Ef þetta gerðist á einum sólarhring þá eru þetta ekki ormar. Líklega bara búin að gjóta. Endler éta venjulega ekki afkvæmin sín skv minni reynslu. Þeir gera það þó hugsanlega ef það er lítið um felustaði fyrir seiðin fyrstu dagana.