Eru fleirum en mér sem finnst eins og þetta sé orðið soldið algengt í búrum?
Ég er búinn að vera með fiska og fylgjast með flestum íslenskum fiskaspjallsíðum síðan skrautfiskur var til (vá er það nörd?) og finnst eins og þetta sé frekar nýtilkomið.
Einhver sammála? hvað veldur?
Rauðu rassormarnir
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
maðurinn sem ég talaði við hjá matvælastofnun (sérfræðingur í fiskasjúkdómum) sagði mér að þetta væri eins og faraldur. ég er pottþétt á því að ég fékk þetta með nýinnfluttum fiskum. þetta getur verið í fiskunum alveg í 6 vikur áður en það kemur í ljós svo að allar eðlilegar aðferðir við að setja fiska í sóttkví (sem ekki margir gera) eru árangurslausar. Levamisole kúrinn virkaði vel hjá mér og ég fór samviskusamlega eftir því að gefa 3svar á viku fresti, ég sá orm rétt fyrir gjöf nr. 2 

Þetta er ekki nýtilkomið, en kemur hugsanlega í bylgjum. Einhvernvegin hefur þetta alltaf loðað við gúbba sem ég hef átt í gegnum árin. Mismikið og misgreinilegt, en oftast einhver sem nær sér í þetta.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Ef ég man rétt þá er tímgunartíminn milli 200 -300 dagar, þar að segja að þegar að það eru komnir rauðir gaddar út úr rassinum á fisknum þá er það aðeins brota brot á orminum sjálfum og þá er hann byrjaður að verpa í vatnið, það myndast svo litlir ormar sem falla á botninn og fiskarnir éta þá og þannig smitast þetta helvíti. síðan líða 200-300 dagar þar til þeir eru orðnir nægilega stórir til að tímgast og koma með rauðu þræðina út úr fiskunum þannig að þeir geta verið smitaðir ansi lengi án þess að maður viti af því.