Gúbbí got?

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Gúbbí got?

Post by mohawk_8 »

hallóó:) er með 3 gúbbía, 2kellur og einn kall og ég held að önnur kellan sé seiðafull, hún er mjög dökk en mér sýnist samt vera svona svartur blettur aftan á henni en hún er búin að vera þannig síðan ég fékk hana úr dýrabúðinni. Hún er ekkert alveg spikfeit en samt svona aðeins belgur á henni, hún er farin að hanga svolítið ein..ekkert á neinum felustað heldur bara ofarlega í búrinu, en hún syndir samt alveg slatta um líka. kallinn er altaf að eltast við hana og "dansa" fyrir hana (en lætur hina kelluna nánast alveg í friði) og lætur hana gjörsamlega ekki í friði :/
svo ég var að spá...er hún að fara að gjóta? kann því miður ekki að setja inn myndir þannig að ég get ekki sýnt ykkur hana
mohawk_8
Posts: 76
Joined: 08 Mar 2009, 23:22
Location: Akureyri

Post by mohawk_8 »

http://www.youtube.com/watch?v=JW4237lmJt8
hún er kellan með "gula" sporðin
:D
User avatar
haffi85007
Posts: 185
Joined: 31 Mar 2008, 21:09
Location: Njarðvík

Humm

Post by haffi85007 »

Já hún er að fara að eignast börn það er alveg rétt en það eru samt nokkrir dagar eftir :P og ef þetta er fyrsta gotið hennar að þá er það alltaf mest spennandi.... :-) en þetta er ágætis kall hjá þér :D
70 ltr og 21ltr
12x stk gúbbí (21ltr)
1xalbínóa koparryksuga (21ltr)
1x Gibbi (70ltr)
1xAnchistrur (4-5.cm) (21ltr)
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Re: Humm

Post by gudrungd »

haffi85007 wrote:Já hún er að fara að eignast börn það er alveg rétt en það eru samt nokkrir dagar eftir :P og ef þetta er fyrsta gotið hennar að þá er það alltaf mest spennandi.... :-) en þetta er ágætis kall hjá þér :D
ég er alveg með það á hreinu að þessi fiskur er ekki að fara að eignast börn.
Annað hvort ert þú glæpsamlegur fiskaperri eða þú þarft aðeins að fínísera íslenskuna þína. mér finnst allt í lagi að tala um kalla og kellingar en allir fiskar eru annað hvort hængar eða hrygnur, fiskar annað hvort hrygna eða gjóta, við tölum um hrygninar og got og SEIÐI! :panna:
Post Reply