Jæja fyrir nokkru síðan sá ég að það voru komin egg hjá einum af humrunum mínum, ég færði hann þá í sér búr en núna eru þetta ekki egg lengur, heldur lítil humrabörn, sem eru ennþá undir henni..
Er í lagi að ég reyni sjálf að "losa" humrabörnin frá mömmunni, til að hún éti þá ekki eða eitthvað álíka, eða á ég að bíða lengur þar til þau sjálf fari á stjá.
Ég hef heyrt bæði...
Núna eru sirka 2 dagar síðan þau breyttust úr eggjum og í humrabörn.
Eina sem er að flækjast fyrir mér, er hvernig ég ætti að taka hana frá, börnin eru alveg föst undir henni, og ég þori varla að koma við hana, vill ekki vera klipin
Jæja ætli ég rói mig þá ekki aðeins, er bara svo spennt yfir að sjá þau synda sjálf..
Ég set einhvern helli og fleira fyrir þau að fela sig í
Og Síkliðan, þú getur verið viss um það að ég veit vel að humrarnir eru ekki mennskir, mér finnst þeir einfaldlega svo krúttlegir, að mér finnst orðið "barn" sætara en "seiði"
Takk samt fyrir ábendinguna þó svo að ég vissi þetta fyrir