Jæja, er loksins komin aftur í fiskana ,, vinkona mín er að fara að flytja til Bretlands og vantaði að losna við fiskabúrið sitt. Ég fór til hennar áðan og við byrjuðum að flytja á milli. Þetta er 89L búr og í því er Raphael Catfish,1 molly og eplasnigill.Búrið er mjög tómlegt eins og er en ætla að koma mér í það að kaupa fleiri fiska.
Hérna eru nokkrar myndir, þær eru ekki í bestu gæðum en get nefnilega ekki keypt nýja myndavél fyrr en eftir fermingu
[quote="Mozart,Felix og Rocky"]
Hérna eru nokkrar myndir, þær eru ekki í bestu gæðum en get nefnilega ekki keypt nýja myndavél fyrr en eftir fermingu
ég er búinn að vera að skða myndavélar og þær eru bara búna að hæka alveg rosalega í verði 60.000 kr,(eftir allt þetta kreppu rugl) vél þá kostar núna frá 90 - 100.00
Last edited by Guðjón B on 23 Mar 2009, 21:20, edited 1 time in total.
Alger óþarfi GUðnjónB að sýna okkur allar myndirnar aftur að óþörfu og svo setja þráðinn út af sporinu í myndavélatali, það er sér flokkur hér á spjallin um ljósmyndun.
jæja um daginn fór ég í Fiskó og keypti svarttetrupar og þetta er allt að koma til. Er enþá að bíða eftir nýjum sandi sem frændi minn ætlar að láta mig fá þegar að hann er búinn að taka niður búrið sitt.
En allavegana eru myndir eins og staðan er í dag.
svarttetruparið og mollinn ... er þetta eitthvað rugl í mér eða eru Svarttetrurnar svolítið litlausar ? :/
og svo búrið í heild sinni. Ég fjarlægði svarta klumpinn þannig að ég gæti séð eitthvað í fiskana og svo var hann bara svo ljótur.
en svo hef ég smá áhyggjur af honum Fela (Raphael kattfiskinum), hann liggur á sama stað allan dag nema þegar að hann á að fara að borða. Hann er 9 ára gamall og var að pæla hvort að þetta sé bara elli og leti eða hvort að það sé eitthvað að ?
If you don't have anything nice to say, don't say anything at all !
Raphael eru þannig, þeir liggja í felum undir einhverju og oft sér maður þá ekki svo vikum skiptir. Það er alveg eðlilegt. Ef vel er hugsað um þá, þá verða þeir 13- 15 ára. Þú ættir að útbúa eða fá þér eitthvað til að hann geti falið sig inn í, t.d hálfa kokoshnetu eða blómapott.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L