Anubias Bartis og gróðurnæring?

Almennar umræður um plöntur, lýsingu og annað sem viðkemur gróðurbúrum

Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Anubias Bartis og gróðurnæring?

Post by Jakob »

Skellti mér í Trítlu í gær og keypti mér Anubias Bartis, ég vesenaðist svo í gær að binda hana við litla rót.
Ég veit að hún á að stækka mjög hægt. En er einhver með sæmilega stóra og þétta Anubias hér.
Einnig er ég með spurningu um fljótandi gróðurnæringu, gerir þetta mjög mikið s.s. hefur mikil áhrif á vöxt og lit?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Anubias eru mjög hægvaxta og ég sé lítin mun á þeim hjá mér hvort sem ég nota næringu eða ekki. Reyndar held ég að þær séu fallegast í þeim búrum þar sem ljós er lítið og engin næring notuð.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Lítið ljós er klárlega málið, vex langbest þannig.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Lítið ljós er svosem ekki endilega málið, en þær lifa vel í því. Þær vaxa venjulega svo hægt að maður þurfi ekki að gefa næringu. Ef ljósið er mikið og co2, þá er option að setja næringu í, því hún vex meira undir þessum kringumstæðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég sá mun á einni anubias plöntu hjá mér sem ég hafði átt í rúmt ár. Prófaði að setja fljótandi næringu og nokkur ný blöð poppuðu upp næstu daga.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Er Tetra gróðurnæringin sem að Hlynur er að selja ekki bara tilvalin.
Þetta er sæmilega stór planta, í 400L búri með þessum venjulegum perum sem að eru í Juwel þegar maður kaupir það.
Ég taldi sprotana og þeir eru 15, stærsta blaðið er tæplega 10cm í þvermál.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef tekið eftir því að við breytingar að þá koma oft ný blöð, jafnvel þó maður færi plöntuna í minna ljós.
Það helsta sem ég mundi ráðleggja fólki að passa er að hún fái ekki of mikið ljós eða sé ofalega í ljósmiklu búri, þá kemur fyrir að blettaþörungur myndast á blöðunum.
Post Reply