Skellti mér í Trítlu í gær og keypti mér Anubias Bartis, ég vesenaðist svo í gær að binda hana við litla rót.
Ég veit að hún á að stækka mjög hægt. En er einhver með sæmilega stóra og þétta Anubias hér.
Einnig er ég með spurningu um fljótandi gróðurnæringu, gerir þetta mjög mikið s.s. hefur mikil áhrif á vöxt og lit?
Anubias eru mjög hægvaxta og ég sé lítin mun á þeim hjá mér hvort sem ég nota næringu eða ekki. Reyndar held ég að þær séu fallegast í þeim búrum þar sem ljós er lítið og engin næring notuð.
Lítið ljós er svosem ekki endilega málið, en þær lifa vel í því. Þær vaxa venjulega svo hægt að maður þurfi ekki að gefa næringu. Ef ljósið er mikið og co2, þá er option að setja næringu í, því hún vex meira undir þessum kringumstæðum.
Er Tetra gróðurnæringin sem að Hlynur er að selja ekki bara tilvalin.
Þetta er sæmilega stór planta, í 400L búri með þessum venjulegum perum sem að eru í Juwel þegar maður kaupir það.
Ég taldi sprotana og þeir eru 15, stærsta blaðið er tæplega 10cm í þvermál.
Ég hef tekið eftir því að við breytingar að þá koma oft ný blöð, jafnvel þó maður færi plöntuna í minna ljós.
Það helsta sem ég mundi ráðleggja fólki að passa er að hún fái ekki of mikið ljós eða sé ofalega í ljósmiklu búri, þá kemur fyrir að blettaþörungur myndast á blöðunum.