Saltvatnsgróður óskast gefins.

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
User avatar
Saltus Maximus
Posts: 46
Joined: 26 Mar 2009, 09:35

Saltvatnsgróður óskast gefins.

Post by Saltus Maximus »

Er ekki einhver sem grisjar reglulega úr gróðrinum í saltvatnsbúrinu sínu sem væri til í að gefa eitthvað af því? Tími ekki að borga fyrir þetta því ég man eftir hvað þetta óx hratt og var liggur við til ama síðast þegar ég var með búr.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Gróður í saltvatns búrum ?, ertu að tala þá um Chaeto mosa ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Saltus Maximus
Posts: 46
Joined: 26 Mar 2009, 09:35

Post by Saltus Maximus »

Squinchy wrote:Gróður í saltvatns búrum ?, ertu að tala þá um Chaeto mosa ?
Já já eða berjaþang, kálþang, caulerpu eða rauðþang. Allt er vænt sem vel er grænt. :lol:
User avatar
Saltus Maximus
Posts: 46
Joined: 26 Mar 2009, 09:35

Post by Saltus Maximus »

Squinchy wrote:Gróður í saltvatns búrum ?, ertu að tala þá um Chaeto mosa ?
Ég væri mjög þakklátur ef þú átt svona mosa sem þú mátt missa eitthvað af?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já ég á chaeto og eitthvað annað sem vex eins og arfi, get tekið það með mér í vinnuna á laugardaginn ef þú vilt

Áttu eitthvað af fröggum í staðinn :D ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Saltus Maximus
Posts: 46
Joined: 26 Mar 2009, 09:35

Post by Saltus Maximus »

Það væri gargandi snilld, takk. Má ég spyrja hvar þú vinnur? og líka hvað þú átt við með "fröggum"? hehehe
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er að vinna í dýralíf

Kóral Fragg, afleggjari sem er tekinn af kóral, oft gert til að bítta á milli manna :)

bara lítill bútur af kóral
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Saltus Maximus
Posts: 46
Joined: 26 Mar 2009, 09:35

Post by Saltus Maximus »

Ah, ég skil. Því miður var ég bara að starta þessu búri og er ekki með neitt í því nema live rock og 2 molly hehehe. En það er alveg sjálfssagt að eiga það inni hjá mér. Má ég þá kíkja á þig á laugardaginn?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Okei skil þig :), já gerðu það
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Saltus Maximus
Posts: 46
Joined: 26 Mar 2009, 09:35

Post by Saltus Maximus »

Brilliant, takk. :D
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ekkert mál ;)
Endilega settu inn myndir af búrinu þínu í sér þráð :), er svo gaman að fá að fylgjast með búrunum frá byrjun :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Saltus Maximus
Posts: 46
Joined: 26 Mar 2009, 09:35

Post by Saltus Maximus »

Það er góð hugmynd, skoða þetta. :-)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég er með berja þang og Cactus þang.

reyndar vex það nú ekki hratt hjá mér og á ég ekki mikið af því.

ps Jökull kanski sniðugt að búa til frag þráð til að skyfta á milli manna.

og líma hann.

ps.pink bush er búinn að jafna sig.
Post Reply