Þannig er málið, ég hef tvo oscara ca 8 cm og fékk mér Green Terror sem er örlítið minni og skellti þeim öllum saman útí 400lítra búr með tveim convict sem eru soldið stærri.
Convictarnir eru báðir KK og þetta sýndist vera ganga upp ágætlega þeirra vegna.
En hinsvegar þá er Green terrorinn minn ekki alveg ánægður með óskarana og er að gera atlögu að þeim...
Mig langaði að heyra af ykkur hér sem hafið kanski betri reynslu af þessum fiskum og geti sagt mér hvort þeir gangi almennt ekki saman eða hvort þetta sé bara eðlilegt til að byrja með...
Ég færði samt Oscarana yfir í annað búr tímabundið útaf þessu.
Var líka að gæla við þá hugmynd að fóðra Oscarana 3svar á dag en hitt búrið bara 1-2 svar á dag til að ná Oscarinum hraðar upp...myndi það skipta einhverju máli?
síklíður eru alltaf territorial og eru alltaf að atast í næsta fisk við hliðiná sér. Ef óskaranir eru stærri þá ætti þetta ekki að vera vandamál. GT er bara að reyna að vera með yfirgang og vill ráða í búrinu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Óskarar stækka hratt þannig þeir ættu að ráða við Gt fljótlega.
Þú hefðir samt frekar átt að færa Gt því nú heldur hann að hann hafi unnið og ræðst á allt sem kemur í búrið. Ef hann hefði farið þá fá óskararnir tíma til að finna sig í búrinu og láta sennilega ekki ráðskast með síg í framtíðinni.