Ég er með nokkra piranha fiska og er að spá
í að gefa þeim e-h annað en bara ýsu og þannig
og var að velta fyrir mér hvort einhver geti sagt
mér hvað kemur helst til greina... ég veit slatta um
þessa fiska en eins og alltaf þá eru allar hugmyndir
og uppástungur vel þegnar?
Ferskvatnsfiskar, eitthvað sjávarfang (rækjur, fiskur osf), kannski lítilræði af mögru kjöti (hjörtu td) og svo getur þú búið til þitt eigið mix úr fiski, grænmeti, spirulina osf.
Fjölbreytni er væntanlega alltaf af því góða.
Að sjálfsögðu er ég búinn að gera mitt besta að venja þá á
það að hendurnar á mér eru ekki matur, en ég er ekki viss
um að ég myndi þora því að vera með hendina þarna ofaní meðvitundarlaus :p