Hjálp með fiskaval!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Hjálp með fiskaval!

Post by Hrafnhildur »

sælt veri fólkið.

Núna vorum ég og maðurinn minn að fjárfesta í 300 lítra fiskabúri, mig langar alveg ofsalega mikið í óskar.
er þetta nógu stórt búr fyrir svona fiska?
ef svo er hvaða fiskategundir er hægt að hafa með honum?
kannski ágætt að minnast á það að við erum með einn senegalus

ef þið hafið einhverjar góðar hugmyndir af íbúum í þetta búr þá endilega komið með þær :D
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Búrið er fínt fyrir 1-2 óskar.
Með þeim geta verið flestar amerískar sikliður í harðari kantinum en þetta búr bíður þó ekki upp á marga þannig fiska.
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég myndi allaveganna halda að 1-2 Síkliður í vibót væri í lagi en passa þyrfti hversu stórar þér yrðu fullxaxta. Ég myndi svo gera ráð fyrir einum Gibba eða Plegga.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

já það mætti segja að þetta búr sé ekki uppá marga fiska :lol: hehe

nei ég er að djóka :D
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

viti þið um einhverja sem eru að selja litla óskara?
og hvað verða þeir gamlir?
hvernig uppsettning á búri væri hentugust?
og hvaða fiska myndu þið setja með þeim?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þeir verða töluvert gamlir, sá elsti sem ég veit um varð um 20 ára gamall.

Fínt að setja það upp með gróti, rót/um og risa vallisneriu og kannski anubias.

Gætir haft stakan Convict, GT, JD, Texas, gibba eða plegga og jafnvel Polyterus Senegalus.

Helst að hafa fiskana ekki stærri en oscarana (ef þú ætlar að fá þér litla oscara) þegar þeir fara í búrið, þar sem sumar síklíður eru ákveðnari en aðrar.

Oscarar verða alveg 30 cm, þannig að stórt búr og öflugur hreinsibúnaður er ráðlagður.

Það er best að hafa tiger-tiger eða tiger-red saman, heldur en t.d tiger-lutino, því að lutino og albino eru yfirleitt lagðir í einelti af dekkri oscurum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

takk fyrir skjót svör :D
við gætum þá ekki haft par af neinum fiskum, bara staka?
Post Reply