180L Afríku búr - Bob's Búr

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

180L Afríku búr - Bob's Búr

Post by Bob »

Jæja. ég náði að grafa upp eldgamla myndavél hérna og áhvað að skella nokkrum línum inn hérna um búrið hjá mér ásamt lélegum myndum :)

Ég fór í heimsókn til vargsins fyrir ca. 2 vikum og skelti mér á nokkrar síkliður af afrískum uppruna frá honum. Kom ég heim með 4 stk Yellow lab, 4 Stk Johanni og 1 stk Höfrunga síkliðu.

Kribba parið var tekið úr búrinu og eru þeir nú í sér 60L búri þar sem að þeir voru frekar stressaðir í 180L búrinu og er ég að vonast eftir hrygningu frá þeim :)

Skellti mér svo núna á föstudag í dýragarðinn og fékk þar aðra höfrungasíkliðu. virkilega fallegir fiskar að mínu mati :)

Íbúar í 180L búrinu eins og er:
4x Labidochromis caeruleus (yellow lab.) ca. 3-4cm
4x Melanocromis johanni ca. 3-4 cm
2x Höfrunga Síkliður ca. 8 cm og ca 10 cm.
1x Black ghost ca 13-14cm
1x Gibbi ca 5cm
1x Pleggi ca 14-15cm
1x Whiptail pleggi ca 13cm.
2x Anchistrur brúsk. 1 kk og 1 kvk. báðar ca. 8-9 cm

Þarf að taka mig til einhvern daginn og mæla kvikindin nákvæmlega :)

Hérna eru svo nokkrar myndir af herlegheitunum. Afsakið gæðin. þetta er tekið á 6 ára gamla vél sem er ekki góð og ég er nýbúinn að umbreyta búrinu þannig að það eru smá loftbólur á glerinu :P Nánast allar myndirnar sem ég tók í kvöld voru úr focus og þetta eru þær skástu :oops: kanski ég ætti ekki að taka myndir yfir höfuð :oops:

Image
Heildarmynd af búrinu. Afsakið loftbólurnar á glerinu. :oops:
Image
Johanni og Yellow lab. Báðir hóparnir svo litlir að enginn er orðinn kynþroska enþá.
Image
Johanni og Yellow lab. Þetta er svo innilega ekki í focus. vantar betri vél.
Image
Johanni og Höfrunga síkliðurnar einhvað að skoða sig um eftir breytingarnar.
Image
Höfrunga síkliðurnar.
Image
Yellow Lab í skoðunarferð um nýju hellana og göngin.

Koma Fleiri og vonandi betri myndir þegar ég kem í bæjinn næst :)
Ekkert - retired
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Fínt búr hjá þér.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Takk fyrir það. er ekkert ósáttur með þetta look. fiskarnir eru að fíla alla hellana og glufurnar og göngin. :)
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Náði hérna einni skemtilegri mynd af höfrungasíkliðu þegar ég fékk að taka nokkrar myndir á cannon vél með micro linsu. en flestar hepnuðust illa þar sem ég sucka í myndatöku eins og er :)

Getur einhver sagt mér samt með þetta svarta í kringum kjaftin á honum? getur ekki verið að þetta komi útaf slagsmálum á milli moorii'ana þegar þeir eru að bítast á? þetta er lítið á þessum en mikið meira á hinum.. eins og sá sé alskeggjaður...

Image
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja breittum aðeins til hvað varðar íbúa og skiptum út annari höfrungasíkliðunni (þar sem hann var gjörsamlega að stúta kelluni) og fengum okkur í staðin að ég held að heiti Pseudotropheus Crabro og Pseudotropheus socolofi.. 1 stk af hvorum

Virkilega fallegir fiskar sem að voru ekki lengi að koma sér fyrir og aðlaðast nýja heimilinu. byrjuðu strax að borða 5 min eftir að þeir komu í búrið :D

kvk Moorii'inn er að róast niður og það á eftir að taka smá stund að lagast á henni uggarnir og hreistrið en hún á öruglega eftir að spjara sig fínt :)

Íbúastaðan í dag er s.s.
Moorii kvk x1
Black Ghost x1
Johanni x4 (3 kk og 1 kvk)
Yellow lab x4 (er ekki viss með kyn)
Pseudotropheus Crabro x1 (kyn ekki vitað)
Pseudotropheus socolofi x1 (held kk)
Ancistrur x2 (1xkk og 1xkvk)
Whiptail pleco x1
common pleco z1

Einnig er gaman að segja frá því að við fengum okkar fyrstu hrygningu hjá kribba parinu sem eru í 60L búri ásamt nokkrum kk gubby's núna um daginn. úr því komu 7 seiði en því miður eru aðeins 3 á lífi. restin bara gufaði upp O.o Vonum bara að þessi 3 nái að lifa af og vaxa :)
Ekkert - retired
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

virkilega flott og snyrtilegt búr.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Takk fyrir það :) eina breytingin reyndar sem gerð hefur verið á uppröðun í búrinu er sú að rótin með plöntunni á þurfti að víkja. Vatnið mýktist full mikið með hana í. en risa valesnerian er að bæta upp fyrir missinn með því að dreyfa sér á fullu útum allt :D
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

Jæja það hefur ekki mikið breyst hér á bæ nema hvað hrygningin hjá kribba parinu klikkaði einhvað.. eða s.s. öll seiðin dóu/hurfu. spurning hvort að gubby karlarnir hafi náð að næla sér í nokkur? voru nú ekki mörg. komu bara 7 seiði úr þeirri hrygningu.

en þau voru ekki lengi að reyna uppá nýtt og er nú allt morandi í kribba seiðum í búrinu og taldi eg rétt rúm 30 stk sem er bara frábært!

Ætti maður að reyna að veiða þau einhvað frá til að reyna að koma þeim upp og setja í 25-30L búr sér eða myndi það bara gera illt verra?????

spurning hversu vel það gengur að fá þau til að borða í 60L búrinu þar sem að foreldrarnir og gubby karlarnir borða allt frá þeim :s
Ekkert - retired
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

hvað er þetta rauða sem er eins og egg?
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Snigill.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Síkliðan wrote:Snigill.
Ha!ertu ekki að tala um þetta á mynd númer 2og 3 það getur ekki verið snigill.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mér sýnist þetta bara vera stór, rauður eplasnigill, en reyndar þá sé ég ekki mjög vel.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

er þetta ekki bara svona póstulíns egg á svona standi
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég er að tala um þetta egglaga
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

ja þetta rauða á mirðri mynd númer 2og3
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

já, hvað er þetta
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

veit ekki ábyggilega eitthvað skraut bara sem að mér fynnst ljótt :P
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

ok þetta rauða sem VAR í búrinu er s.s. slípaður steinn. hann er ekki þarna lengur. var bara einhver tilraun. sugunum leist mjög vel á hann til að byrja með en.,..
Ekkert - retired
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

jæja whiptailinn er því miður dáinn af óútskíranlegum ástæðum. fanst látinn inní helli :s frekar leiðinlegt þar sem þetta var mjög flott eintak sem ég fékk frá honum andra pogo :(

Mældi búrið og allt er í fínasta lagi þar.. no2 í 0 ... en no3 kanski í hærra lagi. en að mér skilst undir hámarki.... mældist á milli 10 og 25.
Ekkert - retired
Post Reply