
Þetta byrjaði á því að ég lofaði stráknum mínum gæludýri þegar við færum í íbúðina okkar og hann valdi hamstur!
Ég byrja að kíkja á dýrasíður á netinu og eftir svona hálfan dag er ég kominn með fiska-bakteríuna (þessa sem lyfjakúrinn virkar ekki á). Hamsturinn saltaður og er reyndar orðinn páfagaukur núna! Ég átti samt mjög erfitt með að ákveða hvort ég ætti að fá mér 120L eða 180L og til að gera ákvörðunina auðveldari þá fór ég í 240lítrana

Þannig að í miðjum flutningnum fór ég og keypti 240L Juwel búr frá Tjörva og til að nýta litla plássið sem ég hef þá keypti ég skenk í IKEA undir búrið (tók MJÖG langann tíma að finna skenk sem passaði undir búrið) og núna næstum mánuði eftir "flutning" þá er enþá drasl út um allt, en búrið er orðið flott (forgangsraða)
Ein heildamynd með skenknum:
Það ætlaði ekki að ganga þrautalaust að koma búrinu í gang, minn var nefnilega ekki alveg að nenna að skola gróðurmölina og búrið varð alveg mökk-moldar-litað, sáust ekki 2cm inní búrið, þannig að ég tæmdi búrið og fyllti aftur og búrið varð ekkert skárra

Talaði við strákana í Dýragarðinum og ryksugan varð til á mínu heimili, keypi líka nógu langa slöngu til að láta renna beint í sturtuna og aðra til að fylla búrið úr þvottaherberginu (hafði gert þetta með 10L fötum, ekki lítið vont fyrir bakið á manni)

Síðan fór auðvitað bakteríuflóran á óverdós og búrið varð hvítt, en það lagaðist fljótt með nokkrum smáum skömmtum af vatnsskiptum!
Síðan fór ég og keypti plönturnar:
Anubias barteri
Hygrophila difformis (sem er hálf tættingsleg að neðanverðunni, veit ekki afhverju)
Piluiaria globulifera
Echinodorus "red flame" (2 blöð orðin vel rauð)
Og síðan er það plantan lengst til hægri á neðri myndinni, var ekki nafn á henni en hún vex eins og hún fái borgað fyrir það! Hvað heitir hún?
Búrið vinstri 1/2:
Og síðan búrið hægri 1/2:
Ég er ekki nógu ánægður með alla steinanna, en ég nenni ekki að raða þeim upp eftir byrjunarvandræðin með vatnið. Þegar ég tek búrið í gegn, geri stór vatnsskipti þá raða ég þeim aftur upp.
Fiskarnir sem eru komnir í búrið koma allir frá Dýragarðinum og plönturnar einnig (ekki auglýsing, þeir eru bara í leiðinni heim úr vinnunni)

5stk svartar tetrur:
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
5stk kardinála tetrur:
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
4stk keilublettabarbi:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3198
2stk SAE:
http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... ts_id=3098
1stk Balahákarl (sem ætti að endast í búrinu í ár áður en hann verður full stór fyrir minn smekk)
http://fiskabur.is/myndir_vefur/Fiskar/ ... _grein.htm
Myndir frá http://fiskabur.is/ og http://verslun.tjorvar.is/
Síðan er ég að bíða eftir 2ryksugum frá vínkonu minni (seiði) sem fara vonandi að koma bráðum þar sem ég er öruglega að offóðra

Þetta á semsagt að vera byrjenda-colony-búr. Á eftir að bæta við nokkrum plöntum og fiskum þegar buddan fer að leyfa það aftur, og kannski sniglum og rækjum
