dverggúramahrygning - fóður?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

dverggúramahrygning - fóður?

Post by gudrungd »

dverggúramarnir hennar dóttur minnar eru komin með seiði og til að þau verði ekki étin þá tók ég þau uppúr og setti í plastbox. sum eru ennþá með magapokann en önnur syndandi. ég var að spá ef þau lifa af fyrsta sólarhringinn, verð ég að gefa þeim rotifiers eða dugar græna vatnið sem ég er búin að vera að rækta? er óhætt að setja lofthreinsidælu eða sogast þau föst við svampinn?
Last edited by gudrungd on 31 Mar 2009, 16:22, edited 1 time in total.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Græna vatnið ætti að vera fínt til að byrja með og seiðin ættu ekki að sogast í svampinn nema þá að loftdælan sé þeim mun kröftugri.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ákvað að bæta þessu bara hérna inn.... vitið þið hvar ég fæ fljótandi seiðafóður fyrir svona kríli? greddupöddurnar hrygndu aftur og ég er hálf smeik við að græna vatnið mitt sé ekki nógu gott.. reyndar allaveganna kvikindi kviknuð í þessu, búin að sjá 2 tegundir af ormum og einhverjar bjöllur sem hlaupa út um allt á botninum.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

microormar.. Getur örugglega fengið start hjá víkingi til dæmis..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

ein spurning í viðbót, hvernig haldið þið að það sé best að gera vatnsskipti hjá svona krílum? ég er að reyna að fleyta ofanaf en ég fæ alltaf 2-3 seiði, svo hef ég notað svampinn í svampdælunni en ég er nokkuð viss að ég krem einhver seiði við það. einhver aðferð sem tekur ekki marga klukkutíma?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hefuru prófað að nota slöngu og hafa hana þar sem seiðin eru ekki og látið vatnið leka ofan í fötu svo þú getir fylgst með því hvort að seiði fari með eða ekki?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Lindared wrote:hefuru prófað að nota slöngu og hafa hana þar sem seiðin eru ekki og látið vatnið leka ofan í fötu svo þú getir fylgst með því hvort að seiði fari með eða ekki?
Jebb, jafnvel nota loftslöngu til að vatnið fari ekki á fleygiferð :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Frosin Artemía, til í Dýragarðinum.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

Síkliðan wrote:Frosin Artemía, til í Dýragarðinum.
ég er að gefa endlerseiðunum mínum frosna artemíu, þær eru eins og risaeðlur í stærðarhlutföllum við gúramaseiðin.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Núnú, Microworms ætti þá að vera best.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply