Ég er búin að vera að skoða helling af myndum hérna og sjá lítil búr og stór búr og allt voðalega flott.
Sem setti mig í smá klemmu.
Ég hafði hugsað mér að vera bara með ca 2-3 gullfiska í búrinu, búrið verður pínulítið stærra en minnsta búrið sem Vargur er með.
Mig er farið að langa í fleiri fiska í búrið og þá kemur að spurningunni, hvaða minni fiskar passa með Gulla Gullfiski?
Ekki verra ef þeir væru fallegir á litinn líka og hvað mætti ég hafa marga minni fiska með Gulla?
Ég er alger rati í þessu, þannig að sýnið mér þolinmæði og ef þið eigið myndir og nöfn á fiskum sem myndu passa með honum Gulla mínum, þá væri það vel þegið.

P.S ég verð með dælu í búrinu, bara ekki spyrja mig hvernig. :/