Langar að spyrja ykkur smá.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Langar að spyrja ykkur smá.

Post by Gulli Gullfiskur »

Ég er með hann Gulla Gullfisk í kúlu, eins og er, stendur til bóta og ætlar hann Vargur að bjarga málum.

Ég er búin að vera að skoða helling af myndum hérna og sjá lítil búr og stór búr og allt voðalega flott.

Sem setti mig í smá klemmu.

Ég hafði hugsað mér að vera bara með ca 2-3 gullfiska í búrinu, búrið verður pínulítið stærra en minnsta búrið sem Vargur er með.

Mig er farið að langa í fleiri fiska í búrið og þá kemur að spurningunni, hvaða minni fiskar passa með Gulla Gullfiski?
Ekki verra ef þeir væru fallegir á litinn líka og hvað mætti ég hafa marga minni fiska með Gulla?

Ég er alger rati í þessu, þannig að sýnið mér þolinmæði og ef þið eigið myndir og nöfn á fiskum sem myndu passa með honum Gulla mínum, þá væri það vel þegið. :)

P.S ég verð með dælu í búrinu, bara ekki spyrja mig hvernig. :/
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ég er hræddur um að það sé ekki í boði að vera með einhverja fleiri öðruvísi fiska með þeim í litlu búri, nema þá ankistru eða einhvern smávaxinn botnfisk eins og corydoras. En þessir teljast seint til litfagra fiska :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

zebradanio þolir að vera með gullfiskum ekki satt? ekki heldur litfagrir :) það er þó hægt að fá albino eða golden ankistrur en þær eru dýrari, ankistrur eru reyndar skemmtilegir fiskar og fallega ljótir finnst mér.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ef þú verður með dælu í búrinu og passar upp á vatnsskipti þá er td hægt að setja 2-3 platy með Gulla
http://images.google.is/images?hl=is&q= ... a=N&tab=wi

Zebradanio og gullbarbar kæmu líka til greina.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Lýst vel á þetta hjá þér Vargur, ég er náttúlega alger illi, þannig að nöfnin segja mér ekkert.

Er sniðugra að vera bara með 2-3 Gullfiska frekar en að blanda teg?

Finnast þessir appelsínugulu/rauðu samt mjög flottir hehe.

Lýst líka vel á þessa Gullbar, hvað erum við að tala um að skipta oft um vatn ef ég hef blandað?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það er sniðugast að vera bara með gullfiska saman, enda eru þeir kaldvatnsfiskar en flestir aðrir fiskar eru hitabeltisfiskar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Lindared wrote:það er sniðugast að vera bara með gullfiska saman, enda eru þeir kaldvatnsfiskar en flestir aðrir fiskar eru hitabeltisfiskar.
Já ok.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

skil alveg krísuna sem þú ert í, ég byrjaði með gullfiska sem dóttir mín nennti ekki að sinna. eina sem maður getur gert þegar maður uppgötvar alla fiskana sem eru í boði er........ bæta við búrum! :rosabros:
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

gudrungd wrote:skil alveg krísuna sem þú ert í, ég byrjaði með gullfiska sem dóttir mín nennti ekki að sinna. eina sem maður getur gert þegar maður uppgötvar alla fiskana sem eru í boði er........ bæta við búrum! :rosabros:
Og búrið er ekki einu sinni komið, kemur væntanlega á næstu dögum.

En já það sem mér finnst svo gaman við að sjá svona myndir af fiskabúrum eða horfa á þau life er að það er svo róandi. :)
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ancistrus Dolichopterus eða Ankistra á íslensku.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Síkliðan wrote:Ancistrus Dolichopterus eða Ankistra á íslensku.
Eru þær ekki eins og ryksugur?

Éta þær ekki bara Gulla minn. :(

Hvað er ca verð á svona fiskum og eins og Vargur var að benda á, veit einhver?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ancistur éta ekki aðra fiska nema þeir séu dauðir.
Fiskarnir sem ég nefndi kosta 400-800 kr.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Vargur wrote:Ancistur éta ekki aðra fiska nema þeir séu dauðir.
Fiskarnir sem ég nefndi kosta 400-800 kr.
Glæsó.


Hvernig gengur með búrið, fékkstu glerið?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Búinn að panta gler, kemur sennilega á morgun.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Vargur wrote:Búinn að panta gler, kemur sennilega á morgun.
Glæsilegt, hlakka svo til. :)
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

Heirðu Vargur first þið eruð að ræða um ancistrur þá vil ég spirja hversu stórar þær þurfa að vera til að sjá kynið?
Rena Biocube 50: tómt eins og er
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

þú sérð það um 5-6 cm byrja þær að fá brúsk og ef þær fá brúsk þá eru það kallar(brúskur er svona eins og skegg) kellingarnar fá ekki brúsk bara kanski smá í hliðarnar.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ancistru kerlingar fá yfirleitt brúsk á endanum, ef að þær eru nógu gamlar geta þær verið með stóra sportrönd yfir nefið en í flestum tilfellum væru brúskarnir á jafngömlum karli mikið stærri.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply