hjálp með fóðrun

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

hjálp með fóðrun

Post by Hrafnhildur »

ég er með einn 35 cm plegga/gibba (erum ekki viss um tegund)
höfum bara aldrei séð hann borða(reyndar bara átt hann í þrjá daga) en hvað borða þeir svona almennt?
höfum verið að setja botntöflur og rækjur en hann fer ekkert í það, er aðalega í sama horninu í búrinu

síðan erum við líka með einn senegalus og finnst hann borða svo lítið, gáfum honum rækju áðan og hann var í hálftíma að þora að narta í hana og endaði á því að borða bara helminginn, er þetta eitthvað sem við ættum að hafa áhyggjur af?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Engar áhyggjur, pleggar/gibbar þurfa lítið. Hann getur vel soltið í nokkra daga. Þessar fiskar nærast að mestu leiti á þörung en eru til í flesta
aukabita, hann fer að eltast við matinn eftir nokkra daga. Ef þér finnst hann ekki fá nóg þá getur þú sett gúrkubita á gaffal í búrið að kvöldlagi og tekið leifarnar daginn eftir.
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

málið er bara að búrið er ný upp sett og enginn þörungur fyrir hann :S þess vegna er ég með svolitlar áhyggjur af honum
hann fylgdi með búrinu þannig að ég gat ekki leyft því að ganga í nokkurn tíma áður en hann fór í það aftur
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Áhyggjur eru óþarfar, ef aðrar aðstæður eru í lagi þá lifa þessir fiskar í marga daga og jafnvel vikur án þess að þeim sé gefið sérstaklega.
Þú getur þó td. gefið gúrkubita eða botntöflur þegar þú slekkur ljósin ef þú ert að fara sérstaklega á taugum.
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

haha ég er nú ekki alveg að fara á taugum, vill bara hugsa vel um greyið litla :D en já ætla að setja gúrku, bara fattaði það ekki, takk fyrir ráðin :)
Post Reply