Gúbbý Seiði

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Black Pulcher
Posts: 15
Joined: 01 Mar 2009, 13:26
Location: Reykjavík

Gúbbý Seiði

Post by Black Pulcher »

góðan daginn ! :)

ég er með eitt 25lítra seiða búr sem að innheldur í kringum 90-100
spræk gúbbý seiði og einnig nokkur sverðdragara seiði :P

ég er nú ekki búinn að vera lengi í þessum bransa enn allavegana búinn að vera í þessu non stop í 2 mánuði , hef mjög gaman af þessu :D

seiðin eru öll úr 4 gúbbý kellingum sem að ég er með í öðru búri
sum eru tæplega mánaðar gömul eða svona 3 - 4 vikna
og helmingurinn svona 1-15 daga gömul.

pælingin er að vita hvenar er óhætt að koma þeim í sölu
sé að sum þeirra eru komin með dökkan lit í ugga og sporða
en ekki mörg þeirra.

endilega kommentiði hérna á þessa pælingu mína :)
-Black Pulcher-
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þau verða að vera orðin vel stór til að koma í sölu, amk ef þú vilt selja þau í búðir. Svo gott sem fullorðin.

Passaðu þig að hafa ekki of mikinn aldursmun á seiðum saman í búri, eldri seiðin aféta þau yngri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Black Pulcher
Posts: 15
Joined: 01 Mar 2009, 13:26
Location: Reykjavík

Post by Black Pulcher »

takk fyrir fljótt svar :)
-Black Pulcher-
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

keli wrote:Þau verða að vera orðin vel stór til að koma í sölu, amk ef þú vilt selja þau í búðir..
Hvað borga búðir fyrir heimaræktun veistu það ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

EiríkurArnar wrote:
keli wrote:Þau verða að vera orðin vel stór til að koma í sölu, amk ef þú vilt selja þau í búðir..
Hvað borga búðir fyrir heimaræktun veistu það ?
Venjulega lítið sem ekkert borgað, en oft er hægt að fá ca. hálfvirði í formi inneignar. Þannig að ef verslun selur gúbbí á 700kr þá gæti viðkomandi hugsanlega fengið 250-350kr fyrir stykkið, eftir stærð og gæðum.

Þess ber að geta að það eru ekki allar verslanir eins og það þarf ekkert að vera að þær vilji taka við fiskum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

fínt að vita allavega af því ef að allt fyllist hjá manni. alltaf hægt að nota inneign í dýrabúð 8)
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Allur þessi seiðafjöldi í þessu litla búri gengur ekki upp...
Þú verður að vera með stærra búr eða fleiri lítil....

Þetta gengur kannski upp fyrstu tvær þrjár vikurnar - en passaðu að hafa mikil vatnaskipti á hverjum degi...þar sem að búrið er vægast sagt PAKKAÐ"

Seiðin hafa ekki nægt pláss til að stækka...
Post Reply