Hvað myndir ÞÚ gera ?

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Hvað myndir ÞÚ gera ?

Post by Herra Plexý »

Ég er orðinn leiður á þessu dóti sem er í fiskabúrinu mínu, svo ég spyr þig kæri lesandi, hvað myndir þú setja í ca. 1000L fiskabúr, hvaða búnaður væri óska búnaður fyrir þig við svona búr og allt það.

Ég stefni á að gera einhverjar, helst róttækar, breytingar um páskana.

:!: Koma svo láta ljós sitt skína. :!:
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skötur og eitthvað fleira amerískt. Smávegis af plöntum, og svo góðan dælubúnað og sjálfvirk vatnsskipti.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

75 Malawi sikliður og mikið grjót, það yrði hrikalega fjörugt og litmikið búr.

20 demasoni
15-20 yellow lab
10 acei (syndir í hóp og heldur sig ofar í búrinu en hinir)
og 25-30 af nokkrum tegundum.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

algjörlega sammála Vargi.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

....:idea:

þarf ég eitthvað að skryfa það?
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

taka fiskana úr og skella bara kellingum :lol:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Frontosur!
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

ulli wrote:....:idea:

þarf ég eitthvað að skryfa það?
Usss...
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Tanganyika. Og kannski aðrar frontur en Burundi til að krydda aðeins.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Sjávarbúr og hafa 2-4 Kolkrabba :twisted:
Minn fiskur étur þinn fisk!
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Vargur wrote:
ulli wrote:....:idea:

þarf ég eitthvað að skryfa það?
Usss...
:oops:
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

7-Randa frontur 4TW :)
Kv. Jökull
Dyralif.is
ÆME
Posts: 34
Joined: 16 Dec 2008, 15:07
Location: Grafarvogur

Post by ÆME »

Tanganyika community 8)
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Ég myndi skella einum Black-Spotted Synodontis í búrið og stórri chönnu og eitthvað bland með því.
Eiki
Posts: 257
Joined: 21 Nov 2008, 11:57
Location: Selfoss

Post by Eiki »

Frontur
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

ég myndi hafa S.Amerískt (Amazon) þema í búrinu:

Pterophyllum scalare
microgeophacus ramirezi gold og normal
helling af neon tetrum
svart neon
Hyphessobrycon megalopterus
rummy nose
og lauma með nokkrum Phenacogrammus interruptus

SAE og otocinclus

í botninum myndi vera

Corydoras sterbai
Corydoras panda
Brochis splendens
Ancistrur
Ancistrus sp. L-100

og jafnvel einhverja fallega plegga, eins og
Hypancistrus zebra
Green phantom L-200
Galaxis angel

Hvítan fínan sand, rætur og helling af plöntum
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Ég mundi gera það svipað eins og hún "Lindared".

10 skalar
2 tegundar af hópfiskum; til dæmis
50 stk svart neon
20 stk. adrir tetrartegund eða annar litrikt hópfisk
1-2 pleggy
15 Corydorus að saman tegund

búrið sjalft með 2-3 tegund , einfaltur plöntur og fingerðum rótum.
Nokkrar steinar.

Held búnaður þínn er alveg i bestu lagið , kannski bæta kólsyrakerfi við þegar þú átt það ekki nú þegar
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Gremlin wrote:Ég myndi skella einum Black-Spotted Synodontis í búrið og stórri chönnu og eitthvað bland með því.
:góður:
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Stephan wrote:Ég mundi gera það svipað eins og hún "Lindared".

10 skalar
2 tegundar af hópfiskum; til dæmis
50 stk svart neon
20 stk. adrir tetrartegund eða annar litrikt hópfisk
1-2 pleggy
15 Corydorus að saman tegund

búrið sjalft með 2-3 tegund , einfaltur plöntur og fingerðum rótum.
Nokkrar steinar.

Held búnaður þínn er alveg i bestu lagið , kannski bæta kólsyrakerfi við þegar þú átt það ekki nú þegar
High Five, Stephan!
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Ég mundi hafa einhverjar malawi svona bara svipað og vargur. :-)
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Sjávar skötu og hákarla búr! :vá:
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Tanganyika set-up.
Frontur (ekki burundi) t.d. Moba 12-15
Julidochromis, mjög fallegir saman í hóp, 5-10
Brickhardi par
Benthochromis Tricoti 5x
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Bruni
Posts: 199
Joined: 30 Dec 2006, 20:57
Location: Reykjavík

1000 l.

Post by Bruni »

Ég er nokkuð sammála Stephan og Lindared. Ef innréttingin er falleg verða fiskarnir nánast aukaatriði. Ef þú prentar seðla eða starfaðir hjá gömlu bönkunum þá skellirðu þér auðvitað á Hypancistris zebra. Skallarnir geta orðið skæðir í smátetrunum þ.a. að þú þyrftir að hafa varann á. Par af kribbum gæti sómt sér vel og tvær til þrjár gerðir af börbum kæmu skemmtilega á óvart. Zebra danio er fallegur og vanmetinn fiskur, ég mundi kýla á nokkur eintök. Slepptu Suður Ameríku durgunum og Malawi brjálæðingunum nema þú viljir eyða páskum árlega í að skipta um þema í búrinu.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Tek undir með lindu og stephan, spurning þó með að hafa diskusa í stað skala.
Held reyndar að þetta gæti líka komið mjög vel út með frontum.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já sammála með að skipta skalanum út fyrir diskus
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Diskusar og skallar eru fallegir fiskar og ég er sammála með að hafa diskusa í búrinu. Ég myndi þá hafa diskusana í sem náttúrulegustu litunum, svo litirnir yrðu ekki of ýktir, en kannski hafa 2-3 blue diamond og kannski villta blue face heckel.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Herra Plexý
Posts: 208
Joined: 11 Jan 2007, 13:17
Location: Vogar.
Contact:

Post by Herra Plexý »

Þakka ykkur öllum fyrir að leggja orð í belg, ég hef verið með nokkur setup í þessu búri, fyrst var það fullsize rif, síðan Amazone búr og svo núna síðast fullvaxnir óskarar, risa gurami og stórir waking catfish.
Mér fannst amazonið ekki koma nógu vel út, ég veit ekki alveg afhveju, væri kannski reinandi að setja það upp aftur.
Annars er ég svoldið heitur fyrir því sem Vargur stakk uppá.
Væri alveg til í sjó aftur og þá yrði það fish olnly, kannski töff að hafa háfa með í því, er ekki bölvað vesen að vera með þessar skötur ?
A.m.k verða ekki settir ferskvatns risar í það núna.
Svo mikið til að gera, svo lítill tími.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Regnbogafiska og barba
Ace Ventura Islandicus
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Herra Plexý wrote:er ekki bölvað vesen að vera með þessar skötur ?
A.m.k verða ekki settir ferskvatns risar í það núna.
Sköturnar eru ekkert vesen svo lengi sem búrið sé stabílt og vatnsgæði góð. Mínar háma í sig rækjur bara. Þær verða stórar, en eru tilvaldar í þessa stærð af búri. Allt annað en standard amazon búr :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Finzy
Posts: 12
Joined: 11 Feb 2009, 17:11

Post by Finzy »

kælikerfi og íslenska svartháfa, mjög flottir og lítið mál að redda sér þeim í svona 25cm stærð, en á hinn bóginn veit ég ekkert hvernig er að halda þessu á lífi :P
Post Reply