Var að fá nýtt búr í dag og keypti einnig fjóra 5 mánaða fiska. Mig vantar smá aðstoð varðandi uppsettninguna á búrinu. Búrið er 180l. Það er smá lifandi gróður í búrinu samt ekki nóg held ég. Svo setti ég steina sem ég fékk með búrinu og reyndi að gera felustaði fyrir þá.
Núna eru þeir búnir að vera í búrinu í 3 tíma og vilja helst hópa sér saman undir dæluni. Hvað er best að hafa í búrinu? ætla gera þetta sem allra best fyrir þá svo þeim líði vel.
Ekkert endilega mikið af grjóti, settu búrið frekar upp með td grjót/rætur til hliðana eða aftan til í búrinu og hafðu gott sundsvæði fyrir miðju búri og gefðu þar, þá halda fiskarnir sig aftarlega en samt þannig að þú sjáir þá. Veldu plöntur með þykk blöð og stilka því piranha klippa niður gróður þegar þeir elta bráðina. Reyndu eftir fremsta megni að venja þá á rækjur, fiskbita og þurrfóður svo þeir skemmi síður gróður og passaðu vatnsgæði og sparaðu ekki í hreinsibúnað.
Þeir eru allir í einni klessu undir dæluni frekar fyndið að sjá þetta. allavega ágætt að þeim komi vel saman. Gaf þeim þurrfóður fyrir nokkrum klukkutímum en þeir hafa ekkert snert á því fyrir utan að einn fiskurinn fékk sér aðeins.
Ætla að fara í að redda mér fleirri plöntum á morgun og setja þetta allmennilega upp.
Fyrir píranha þarftu helst 1-2 rætur, fleirri ef þú ert með litlar rætur. Búa til hella svo þeir geti falið sig en þú samt séð þá. Fljótandi gróður til að deyfa birtuna aðeins. Eins mikinn harðgerðan gróður og þú treystir þér til að hafa.
Og svo örruglega 2 dælur eða eina góða stóra tunnudælu, svakalegir sóðar þessir fiskar.
40L Sunglow búr.
1 Óþekktur humar, ca 3cm.
25L Plexy Nanó búr.
1 Procambarus Fallax, ca 10cm.
animal wrote:Það sem er lykilatriði er að hafa þá í "brúnu" vatni u.þ.b koníakslitu.
Það er ein af aukaverkunum að hafa rót í búrinu... getur reyndar endað með drullupoll ef þær eru ekki skolaðar nógu vel.
Er ekki best að sjóða rótinu ég er með eina frekar stóra sem þeir ættu auðveldlega að geta falið sig undir. Er ekki best að sjóða hana áðuren ég set hana í búrið? hef ekki góða reynslu af svona rótum, sauð hana ekki seinast þegar ég sett hana ofaní og búrið var ógeðslegt
ég las einhver staðar hérna á spjallinu að það væri sniðugt að setja (nýjar) rætur í bala/fötu og hafa þær í köldu og brennheitu vatni til skiptis í nokkra daga. Þá eiga þær að sökkva fyrr og svo auðvitað skolast af þeim í leiðinni.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Ætla skella rótunum í búrið á morgun og passa mig á að þrífa þær vel áður. Redda mér plönum og gera búrið allmennilegt. Það fer ekki vel um þá að vera undir þessari blessuðu dælu. Mér er samt illa við að vera taka þá aftur úr búrinu, neyðist nú samt til þess á meðan ég klára að gera búrið tilbúið. fer það nokkuð vel með þá að vera að færa oft?
Ég myndi ráðleggja þér að hafa ræturnar í vatnsbaði í nokkra daga áður, og alltaf að skipta um vatn reglulega á henni . Var með eina stóra rót í 2-3 daga í vatnsbaði og hún er enn að lita 2 mánuðum síðar :S, einnig var ég með litlar rætur sem ég skipti um vatn á á 2 tíma fresti í um 2 daga og þær lita líka nokkrum vikum síðar. Langar mikið að vita hvað þær lita lengi :S, en þær sukku eins og steinar þegar ég setti þær í
LucasLogi wrote:Ætla skella rótunum í búrið á morgun og passa mig á að þrífa þær vel áður. Redda mér plönum og gera búrið allmennilegt. Það fer ekki vel um þá að vera undir þessari blessuðu dælu. Mér er samt illa við að vera taka þá aftur úr búrinu, neyðist nú samt til þess á meðan ég klára að gera búrið tilbúið. fer það nokkuð vel með þá að vera að færa oft?
uss þessir piranha eru svo miklar gungur fyrst að ég myndi ekkert vera að ná þeim upp til að vesenast í búrinu.
LucasLogi wrote:Ætla skella rótunum í búrið á morgun og passa mig á að þrífa þær vel áður. Redda mér plönum og gera búrið allmennilegt. Það fer ekki vel um þá að vera undir þessari blessuðu dælu. Mér er samt illa við að vera taka þá aftur úr búrinu, neyðist nú samt til þess á meðan ég klára að gera búrið tilbúið. fer það nokkuð vel með þá að vera að færa oft?
uss þessir piranha eru svo miklar gungur fyrst að ég myndi ekkert vera að ná þeim upp til að vesenast í búrinu.
Held ég geti allveg vesenast í búrinu þótt þeir séu ofaní. þeir fela sig bara á meðan
Búinn að vera skola rótina í allan dag og skellti henni í uppþvottavélina Það er satt hjá þér Andri þessir fiskar eru allgjörar gungur samt svakalega forvitnir. það þarf ekkert að taka þá uppúr. Tók alla steinana úr búrinu og gerði einn helli í annað hornið sem þeir stukku í strax. Allt búrið er autt sundsvæði fyrir þá það finnst þeim ekki leiðinlegt
Til þess að gera rauðalitinn sýnilegri (þó að hann sé vel sýnilegur):
Svört möl
Svartur bakgrunnur
Gefa 2 á dag þurrfóður
Gefa einu sinni á dag eitthvað af þessu:
Rækjur
Blóðormar
Mjölormar
Ýsa
Humar
o.fl. kjötmeti
Síkliðan wrote:Til þess að gera rauðalitinn sýnilegri (þó að hann sé vel sýnilegur):
Svört möl
Svartur bakgrunnur
Gefa 2 á dag þurrfóður
Gefa einu sinni á dag eitthvað af þessu:
Rækjur
Blóðormar
Mjölormar
Ýsa
Humar
o.fl. kjötmeti
Gefa piranha 3x á dag? Ertu alveg búinn að tapa glórunni vinurinn?