er með einn skala þar sem búkurinn er svona 6-7cm og svo keypti ég mér einn lítinn áðan (eins og 10kall í stærð) en núna er stóri farinn að elta hann um búrið og reyna bögga hann. er þetta allt í lagi eða á hann eftir að drepa litla?
btw er með annað 60ltr búr með sverðdragatríói í sem ég gæti látið litla stækka í ef það gengur ekki að hafa hann með stóra
það er nokkuð víst að stærri skallinn eigi eftir að meiða/drepa þann minni. Þetta gæti líka verið valdabarátta, en ég mæli ekki með að blanda saman stærðum, helst hafa þá í saman í svipaðri stærð.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Skalar eru síkliður og fylgir þeim ákveðinn rýgur gagnvart öðrum fiskum af sömu tegund og það er mjög algengt með síkliður að sú stærri drepi þá minni.
ef þetta verður vandamál og sá litli fær ekki að éta í friði þá getur verið sniðugt að taka stærri fiskinn frá svo að sá litli geti fundið sig í búrinu og sett hann svo aftur í þegar hann er orðinn einmana.
ég var einusinni með 3 skala í búri. 2 jafn stóra og 1 sem var helmingi stærri en hinir 2. þessir 2 minni teamuðu upp og drápu þennan stærri.. síðan fór sá sem var frekari af þeim 2 að böggast í hinum inná milli friðardaga. þannig að ég myndi passa mig á þessum stærðarmun