Loðnir gúbbar ???

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
drífa
Posts: 44
Joined: 01 Dec 2007, 14:18

Loðnir gúbbar ???

Post by drífa »

Gúbbarnir mínir eru eitthvað veikir, búin að gúggla eitthvað og sé þetta ekki, veit heldur ekki eftir hverju ég á að leita.

Þetta lýsir sér eins og þeir séu loðnir, engir blettir, bara smá "loðnir" og mattir...

Veit einhver hvað þetta er ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hugsanlega velvet eða einhver sveppasýking. Myndi skipta út vatni, amk 50% og setja salt í, 2gr á lítra. Ef þetta minnkar ekki á 1-2 dögum, þá skipta aftur um jafn mikið af vatni og kaupa lyf við fungus.

Þetta miðar við að þetta sé bara eitthvað klassískt að þeim. Mynd myndi hjálpa mikið við að koma með betri sjúkdómsgreiningu.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Líklega velvet.
Hvað er búrið stórt og hvað er í því?
Hvað geriru oft vatnsskipti og hve mikið af vatni í einu?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
drífa
Posts: 44
Joined: 01 Dec 2007, 14:18

Post by drífa »

Veit aðeins upp á mig skömmina með vatnsskipti upp á síðkastið, en vika síðan ég skipti samt um 50 % og hreinsaði filterinn


Er með 400 ltr búr og ætla að fara í saltið núna, má ég semsé að setja 800 gr af grófu kötlu salti?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jebb, 800gr er fínt.. Fínt að gera það í 2-3 skömmtum, með nokkra klukkutíma á milli.

Myndi skipta um vatn fyrst - 50%. :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
drífa
Posts: 44
Joined: 01 Dec 2007, 14:18

Post by drífa »

Takk frábært !
drífa
Posts: 44
Joined: 01 Dec 2007, 14:18

Post by drífa »

Hvað með vatnsskipti eftir saltmeðferðina ?

Hvað mega þeir vera lengi í saltinu?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Skipta svo bara eins og venjulega eftir hana.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
drífa
Posts: 44
Joined: 01 Dec 2007, 14:18

Post by drífa »

takk kærlega :)
Post Reply