Tveir dauðir SAE... úff

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Tveir dauðir SAE... úff

Post by Ragnarvil »

Það er rúm vika frá því að einn SAE gaf upp öndina hjá mér. Hann veslaðist hreinlega upp á nokkrum vikum, maður sá það á honum að hann stækkaði ekki eins og hinir. Ég spáði ekki mikið í þessu þegar hann drapst vegna þess að hann var útlitsgallaður og ég hélt að þetta væri bara náttúran að taka til.

En núna á áðan þegar ég var að skoða búrið þá sá ég að einn af stóru SAE fiskunum lá dauður utan í gróðri. Hann leit út fyrir að vera fullfrískur, liturinn réttur og engin sjáanleg sár. Hann var feitur og pattaralegur, greynilega hefur hann haldið matarlistinni út í rauðann dauðann.

Ég mældi vatnsgæðin og allt leit mjög vel út. Það var ekki vottur af neinni mengun og hinir fiskarnir virðast hafa það gott.

Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af ?
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Þegar ég rannsakaði SAE sem drapst á áðan þá tók ég eftir því að það var rauður litur á magnaum á honum og hann náði að endaþarm fisksins. Ég er búinn að vera að reyna að finna út úr þessu á netinu og það virðast margir vera að lenda í þessu með SAE fiskana sína en enginn virðist vita hvað veldur þessu.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

það eru búnir að drepast 3 sae hjá mér á stuttum tíma, einn ungur, einmitt bara horaðist niður og 2 stórir blésu út eins og þeir hefðu fengið dropsy og drápust svo.
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

ég var að missa einn núna og hann var rauður á maganum. var að missa einn gúbbý um daginn veit ekki hvort það tengist þessu samt.
allir aðrir fiskar sprækir í búrinu.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

EiríkurArnar wrote:ég var að missa einn núna og hann var rauður á maganum. var að missa einn gúbbý um daginn veit ekki hvort það tengist þessu samt.
allir aðrir fiskar sprækir í búrinu.
Ef fiskurinn er með slappur/við það að drepast/dauður og er rauður á maganum eða þar í kring, þá er fiskurinn með bakteríusýkingu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

hefði átt að reyna að redda því í gær, sá ekki þetta rauða á maganum fyrr en hann var dauður :(
reyndar var hann búinn að vera frekar rólegur og hefði ég átt að vera búinn að gera eitthvað en ég bara klikkaði á því.
User avatar
Ragnarvil
Posts: 122
Joined: 26 Dec 2008, 03:46
Location: Kópavogur / Keflavík
Contact:

Post by Ragnarvil »

Leiðinlegt að missa þetta skemmtilegu fiska.
Fiskabúr:
AqualEl 170L - Smáfiskar
Nanó 25L - Ónotað
He who laughs last didn't get it.
Post Reply