Jæja hef ekkert komið með neinar fréttir af nýja meðlimnum í búraflórunni

En ég og kærastinn fórum og keyptum eitt stykki 400L Juwel búr hjá Varginum. Það var svo sett upp fyrir nokkrum vikum og var það hryllilega gruggugt til að byrja með og héldum við að þetta ætlaði aldrei að setjast eða hverfa :S það er enn smá gruggugt en er ekki alveg viss hvort að þetta sé bara enn smá ryk eða svifþörungur.
Annars var bætt eiginlega strax í búrið 3 polypterusum, 2 senegalusum og 1 palmas polli. Stuttu síðar voru keyptir 2 convictar sem sómuðu sér vel í búrinu og fínt að hafa þá svona til að fá smá hreyfingu í búrið þar sem polypterusarnir eru ekkert svo aktívir sundfiskar (þó að þeir taki sína tíma og synda eins og brjálæðingar

). Síðan gátum við ekki staðist einn lítinn Green Terror og erum við að vona að þetta sé kk, en hann er allavega rosalega fallegur. Einhverju síðar var svo stóra gibbanum bætt út í og líður honum held ég mun betur í svona stærra búri, var farinn að pirrast yfir plássleysi stundum í 180L búrinu. Svo var ætlunin að setja óskarana útí og þegar við sáum hvernig Green Terrorinn lét við þá, þá voru þeir færðir aftur yfir í 60L búrið, og eftir um viku var reynt aftur en þá held ég að convictarnir hafi leikið þá ansi grátt og er hreistrið aðeins farið af þeim á hliðunum og uggar rifnir. Convictarnir voru því færðir yfir í 60L búrið í skammakrókinn og vonandi munu óskararnir jafna sig
Þannig að núna eru í búrinu
1x polypterus palmas polli
2x polypterus senegalus
1x Green Terror
2x Oscar
1x Gibbi
Plöntur:
Sverðplanta
Cabomba
Hérna koma svo myndir af búri og fiskum

Palmas polli

Hann aftur

Senegalus

Smá nærmynd af pollanum

Green Terror

Hann aftur

Finnst hann svo flottur að hér er ein enn

Gibbinn Anúbis

uppáhaldsfiskurinn held ég

Smá nærmynd af honum líka

Annar convictinn sem var í búrinu og er nú í skammakróknum

Og svo hinn líka
Jæja læt þetta vera nóg í bili
