Piranha uppsettning

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Myndi ekki láta matinn liggja svona lengi í búrinu, örugglega best að taka allan óétinn mat nær strax uppúr þar sem hann er fljótur að menga :)
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hmm.. það á alltaf að taka úr búrinu óétinn mat, sérstaklega afgangs rækjur. Þær menga búrið ótrúlega hratt og maður þarf eiginlega að skipta um vatn ef svoleiðis smáræði gleymist.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

1x á dag er feykinóg. Rækjur mega alls ekki vera í búrinu lengur en kannski 1klst, helst minna. Þær eru rosalega fljótar að menga allt í drasl.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Gott að vita það. Er búinn að vera með þá síðan 1. apríl og finnst þeir vera hálf lélegir að éta. Getur verið að þeir séu enþá að venjast búrinu?
60l guppy
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

keli wrote:1x á dag er feykinóg. Rækjur mega alls ekki vera í búrinu lengur en kannski 1klst, helst minna. Þær eru rosalega fljótar að menga allt í drasl.
Þarf ég semsagt að skipta um allt vatnið?
60l guppy
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

tekur bara smá vatnsskipti :) örugglega nóg að taka svona 30-50% :)
200L Green terror búr
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

fjukk....hélt ég þyrfti að tæma búrið :) ég er allgjör byrjandi í þessum málum.
60l guppy
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

30-50% er fínt. piranha eru oft í nokkrar vikur að venjast aðstæðum, þannig að til að byrja með er best að setja matinn í búrið og fara svo frá því. Þær þora oft ekki að taka hann þegar þú ert nálægt búrinu fyrst um sinn.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Hef tekið eftir hvað þær eru rosalega styggar. skjótast stundum þegar ég labba framhjá búrinu. :) éta bara þegar það er slökkt í búrinu. getur verið að ég sé með of mikla lýsingu? tvær langar perur
60l guppy
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

LucasLogi wrote:Hef tekið eftir hvað þær eru rosalega styggar. skjótast stundum þegar ég labba framhjá búrinu. :) éta bara þegar það er slökkt í búrinu. getur verið að ég sé með of mikla lýsingu? tvær langar perur
Nii, þær eru alltaf lengi að venjast manni og verða alltaf eitthvað styggar.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Gerði 50% vatn skipti og bætti við einni auka dælu, sem gerir skemmtilegri hreyfingu í búrið. Setti hana nánast á sama stað og hina dæluna. :D

Þegar ég gerði vatna skiptin sá ég nokkra litla hvíta orma. Þarf að fá lyf til að drepa þá?
60l guppy
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

litlu ormarnir gera ekkert mein og eru bara fínasta fóður fyrir fiskana.
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Var að velta því fyrir mér hvort eg eigi að hafa hina dæluna hliðiná hinni dæluni eða á móti eða hvar?
60l guppy
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Þeir hafa nánast ekkert étið í heila viku. Er það eðlilegt?
60l guppy
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já já, piranha geta tekið sér langan tíma að venjast búrinu. Þeir éta á endanum ef að það er matur í boði. Þeir geta alveg verið 2-3 vikur án matar.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

hvaða orma er hann að tala um (eru þeir bara hluti af lífríkinu) :P
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

eru þetta eins og ormar í þorski? sem eru í "kjötinu" á fisnum :shock:
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nei.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

en í sambandi við uppsetninguna í búrinu......þá myndi ég setja eitthvað meira þarna vinstrmeginn (plöntur eða steina...eða plöntur og steina?)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

GUðjónB. wrote:en í sambandi við uppsetninguna í búrinu......þá myndi ég setja eitthvað meira þarna vinstrmeginn (plöntur eða steina...eða plöntur og steina?)
Ætla hafa það svæði hálf autt svo þeir geti synt um það, kannski ég skelli nokkrum plöntum. Svo á ég eina soldið stóra rót sem ég veit ekki allveg hvernig ég á að láta passa í búrið.

Skelli inn mynd af búrinu eins og það er núna eftir smástund
60l guppy
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég myndi samt setja eina - tvær plöntur aftast :-)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Image
Image
Image

Þetta voru skástu myndirnar sem ég náði :) Næsta skref er bakgrunnur og annar sandur
60l guppy
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Margir hafa mikið af plöntum í piranha búrum, þó að pianha nagi oft margar þeirra eru búrin oft ansi falleg.
Hér er linkur af MonsterFishKeepers.com með fullt af piranha uppsetningum.
http://www.monsterfishkeepers.com/forum ... hp?t=64956
400L Ameríkusíkliður o.fl.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

flottir :góður:
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ekkert skrítið að þeir séu stressaðir í þessari uppsetningu. Meiri plöntur og rót sem dekkir vatnið og alveg svartan sand. Annars fínir fiskar hjá þér.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

já sammála Animal!

og.. meira vatn í búrið :?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Það kemst ekki meira vatn í búrið. allveg kjaftfullt. Ég setti stóra rót í það rétt áðan

Image

ætlaði að reyna láta hana snúa öðruvísi enn hún var alltof völt fyrir panic köstin. :roll: vona að þeir slasi sig ekki á endanum á rótinni.
60l guppy
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

hehe ég var bara að djóka í þér :P
annars eru pírana fiskarnir mjög vígalegir hjá þér, hef átt svona kvikindi en ég gafst fljótlega upp á þeim.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Datt það í hug. :) þeir eru miklu rólegri núna eftir að ég setti rótina í búrið. Næst á dagskrá er meiri gróður og svartur sandur og bakgrunnur. :D
60l guppy
Post Reply