eins og kom fram á aðstoðarþræðinum þá hrygndi Dverggouramaparið hennar Sólu minnar. ég er búin að halda seiðunum lifandi í rúmlega viku, meira af vilja en visku. ég ákvað síðan að prófa að gefa þeim eggjarauðu og setti mig í stellingar fyrir óhjákvæmileg vatnsskipti, læt renna með loftslöngu í hvítann sósupott og dunda mér svo við næsta hálftímann að veiða seiðinn úr pottinum sem þvældust með! eggjarauðan sló í gegn, ég sá þessi smákvikindi éta við yfirborðið.
ég fann leið til að gera vatnsskipti án Þess að eyða restinni af kvöldinu við að veiða seiði með teskeið.
uppskriftin er svohljóðandi:
1 bútur af grennstu gerð af dæluslöngu
1 bútur af fancy pancy tepoka úr næloni (keyptur fyrir tilviljun, fattaði ekki fyrr en ég kom heim að ég keypti 10 tepoka á 350 kall! það er stór fiskur þarna uppi sem fylgist með okkur!)
1 bútur af heftiplástri.
ég byrjaði að setja teygju á tepokann, náði að myrða ca 5 seiði sem festust í fellingunum í pokanum. eina sem ég hef áhyggjur af er að seiðin sem klessast upp við pokann af vatnsþrýstingum skaddist. það sem maður getur haft áhyggjur af svona litlum krílum!
Eitt skondið í viðbót, fiðrildasíkliðurnar mínar eru í hvílíkum hrygningarham, völdu sér hvítann sand í blómapotti svo það er ekki auðvelt að fylgjast með, ég þarf að setja upp skilrúm í búrið til að gefa þeim séns. ég er vona að getnaðarvarnir kynþroska kvennmanna á heimilinu séu ekki undir sömu frjósemisálögum!
jæja, það eru nærri öll seiðin dauð, sennilega af því að ég var alltaf hálf stressuð við að fóðrið væri vandamál, var ekki viss að græna vatnið væri að gera nóg svo að ég fór að gefa eggjarauðu, síðan hrædd um að eggjarauðan væri að menga of mikið svo að ég fór að gefa baby brine shrimp úr krukku. það eru kannski 10 seiði eftir og ég fattaði að taka baby brine og nudda á milli fingranna eins og eggjarauðuna og bleyta í henni áður en ég setti í búrið. ég er búin að lesa allt sem ég fann á netinu en það er ekki nóg að fá upplýsingar, maður þarf greinilega að prófa sjálfur. kellingin er reyndar aftur orðin vel feit svo að það er spurning að lækka aðeins vatnsyfirborðið og slökkva á dælunni og sjá hvort kallinn skellir sér ekki aftur í hreiðurgerð og hrygningu.
það nýjasta..... ég taldi 8 seiði í dag, hin hafa drepist hægt og rólega og ég hef veitt upp svona "skán" af líkum við hliðarnar á búrinu. ótrúlega mikill stærðarmunur á þeim sem eftir eru, samt ekkert bögg, enda nóg pláss í plastdollunni. ég gef þeim artemíu úr krukku, mil hana á milli fingranna áður en ég set hana í. ég las einhversstaðar að það væri sniðugt að hafa snigil í búrinu með þeim til að hreinsa upp leifar svo að ég tók stóra hlussu ramshorn snigilinn sem birtist einn daginn í endlerabúrinu og það eru svona 30 litlir sem hafa komið með gróðri. ég trúi varla að þeir geri seiðunum neitt en það eru ormar á botninum sem sprikkla með öðrum endanum og ég sá einn hanga í seiði. hvort hann var bara að hreinsa upp lík eða "náði" seiðinu veit ég ekki.
en góðu fréttirna! greddupöddurnar eru byrjaðar aftur svo að ég get farið að liggja andvakandi aftur hvort ég er að gera rétt! komið stærðar hreiður, greinilega bót af því síðasta og kallinn sýnir hver ræður á sínu heimili. ég ætla að fylgjast með hverni herranum gegnur að halda utanum grislingana. síðan stekk ég bara inn og fjarlægi ungviði
hrygningin misfórst hjá gúrömunum, hreiðrið var orðið mjög stórt og myndarlegt, ég var farin að sjá hrogn en þegar ég kom heim í dag var allt horfið. seiðin 8 eru enn lifandi og farin að koma mynd á þau. ég vona að þetta gangi næst!
önnur hrygning, 2 dagar og allt horfið aftur, seiðin 8 enn á lífi og þau stærstu farin að líkjast fiskum, stærðarmunurinn hefur aukist gríðarlega, ég get svarið að þessi stóru eru eins og 10 sinnum þau litlu. gæti alveg trúað að þau litlu séu "stunted" og það verði ekkert úr þeim. Mér datt í hug hvort ég gæti sett þessi sem eru að braggast með gúbbíseiðunum eftir smá tíma, þegar stærðarhlutföllin eru svipuð.
svo eru fleiri hrygningar, ég færði gúbbíseiðin í neðri rekkann og 4 albino corydoras sem ég fékk hjá Vargi. nú er búið að hrygna yfir alla amazonsverð plöntuna (sem b.t.w. var til sölu) = nýtt verkefni! Gunna litla búin að klippa öll blöðin með hrognunum og setja á fæðingardeildina við hliðina á gúrömunum, loftsteinn, smá sandur og fínt. ef það væri ekki fyrir Google þyrfti maður alltaf að hringja í Varg í svona tilfellum. ráðleggingar og athugasemdir vel þegnar, ég held þessu verkefni á sama þræði ef vel gengur!
nú fyrir slysni er ég komin með 200+ gúramaseiði og ca 10 corydorasseiði í sama búr. ég hélt að öll hrognin hefðu fengið fungus og var búin að hreinsa þau úr búrinu en hafði ekki tæmt það. í morgun sá ég svo iðandi seiðahrúgu hjá gúrömunum og í stresskasti þá veiddi ég þau upp og skellti í búrið sem stóð tilbúið. þegar ég síðan kom heim og fór að skoða herlegheitinn þá voru bara eldspræk coryseiði á botninum. (albinóar og hvítur sandur ) ég veit ekki hvort coryarnir ráðist á gúramana, þau eru mjög aktíf. þau geta étið svipað fóður að því að mér skilst, ég er búin að fá afleggjara af míkróormum en græna vatnið er það eina sem ég hef í augnarblikinu.