Ég er að velta fyrir mér, hversu lengi á maður að hafa ljósin logandi í venjulegu gróðurbúri . Ég hef haft þau kveikt í svona 8 tíma á sólahring, hingað til. Ég var að fjárfesta í tímarofa á búrin mín, svo kannski ætti maður að hafa réttan ljóstíma stilltan
Spilaðu það bara eftir þörungi, ef þú ert með frekar lítið ljósmagn og hefur ekki verið að lenda í vandræðum með grænan þörung, láttu ljósin þá loga 9-10 klst. Ef þú hefur lent í vandræðum með grænan þörung, hafðu það þá nær 8 klst.