Vantar ábendingar um "ræktun"

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
User avatar
FrikkiM
Posts: 21
Joined: 07 Apr 2009, 02:55

Vantar ábendingar um "ræktun"

Post by FrikkiM »

Sæl og blessuð.

Vil fyrst taka fram að ég er ekki í ræktun sem slíkri heldur vill ég bara að seiðin hjá mér lifi og dafni.

Við höfum hingað til bara verið með eitt 60L búr sem í voru nokkrir gúbbykarlar og kerlingar, nokkrir neon fiskar og 5 svarttetrur(held það sé frekar ST en Megalopterus en er samt ekki viss) og svo eina ryksugu.

Núna nýlega keypti ég platy (2pör) og einnig gubby (2pör líka) svo ásamt þeim eru 5 svarttetrur, 1 neon og svo ryksugan. (Ég veit að ég þarf að fjölga neon fiskunum)

Svo hef ég bara haft gervi-gróður í búrinu hingað til.

Og núna er ég viss um að báðar gubby kerlingarnar séu við það að fara gjóta, því eins og sá sem seldi mér þær þá komu þær beint af fæðingardeildinni ;) en eins og er er ég bara með eitt ca 8-10L búr sem ég ætlaði fyrir þetta got. Ég er búinn að stilla því fyrir á rólegum, hlýjum stað þar sem hitinn helst í um ~27° (er það ekki alveg fínt?) og hef svona 2/3 af deginum dimmt í búrinu og bíð núna ákafur. Kom líka fyrir svoldið af dóti, sem reyndar er alveg ferlega ljótt en gerir seiðunum auðveldar að fela sig svo það er reyndar það sem ég var frekar að hugsa út í fremur en fegurð :/

Hins vegar er ég búinn að festa kaup á 54L búri sem ég ætla að nota sem got búr og var að spá í að spurja ykkur hvernig þið mynduð hafa það, hvað myndu þið setja af skrauti og hvernig gróður og t.a.m. eitthvað til að halda kellingunum frá seiðunum eins og neti.
Beisiklý, svo ég sletti nú aðeins, hvernig myndu þið fara að þessu að koma upp sem bestri aðstöðu fyrir gotin?

Hef aðgang að vatnsslöngu í stuttu færi til að gera vatnsskiptin auðveldari.
:wink: ég kem með myndir um leið og kærastan kemur með myndavélina :D
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það er best að hafa gotbúr/uppeldisbúr fyrir seiði, sem stærst! Lang best væri að hafa það berbotna, það auðveldar þrif, svo bara skella í það slettu af java mosa og kannski einhverjum plöntum og láta þær fljóta, því seiðin vilja fela sig í þeim. Hitinn er ágætur í 27 gráðum og vera bara duglegur að gefa þeim orkumikinn mat og skipta oft og vel um vatn, þá ertu í góðum málum.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Þegar að það eru tveir kallar í búri og bara tvær kellur með þeim þá eiga þeir til að rífast um þær fram á rauðan dauðan. Hef ég lent í því og hef heyrt það í dýrabúðum þó svo að að það sé nú ekki trúverðugt alltaf. Allavega mæli ég með því að hafa 1 kall á mót 2-3 kellingum.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

svo er gott að vera með rætur í búrinu til að lækka pH gildið

þú getur gefið seiðunum ný klakta artemíu

og vertu með lifandi gróður (það er bara svo miklu flottara og það gerir búrinu bara gott)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
FrikkiM
Posts: 21
Joined: 07 Apr 2009, 02:55

Post by FrikkiM »

ok frábært :D ég stefni að því að koma seiðunum í 54L búrið og byrja með að hafa botninn tóman en bæti þessu svo í. En fæ ég þessa artemíu í hvaða búð sem er eða?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

GUðjónB. wrote:svo er gott að vera með rætur í búrinu til að lækka pH gildið
)
Af hverju í ósköpunum ætti hann að vilja lækka pH gildið ? :roll:
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

bara betra :x gúbbí á að hafa pH í kringum 6,5 til 7 og kranavatn hefur pH
i kringum 8
Last edited by Guðjón B on 08 Apr 2009, 00:33, edited 1 time in total.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

GUðjónB. wrote:bara betr :x
Viltu útskýra það einhvað nánarm hvað er gott við að hafa rót og látt PH gildi?
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

What? Fer allt eftir fiskunum.

"2. Forðast ætti að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar nema vera fullviss um ágæti þeirra."
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

artemía fæst frosin og óklakin í fiskó og öllum helstu dýrabúðum
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

GUðjónB. wrote:bara betra :x gúbbí á að hafa pH í kringum 6,5 til 7 og kranavatn hefur pH
i kringum 8
Af hverju er það betra ? Hvaða mun sérð þú á guppum sem eru í vatni með mismunandi pH ?
Reyndar er svo pH á kranavatninu okkar um 7 en ekki 8. pH mælist samt um 8 þegar það kemur úr krananum en fellur fljótlega í 7.
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

hvað ER ph ?
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

*hóst* hvaða artemíudýrkun er þetta? það er hægt að gefa litlum livebearerseiðum vel mulið venjulegt þurrfóður. það er stundum hægt að fá mjög smáa artermíu í krukkum í dýragarðinum, frosna í flestum búðum og þú þarft að vera til í aðeins meira mál til að kaupa hana óklakta. þá verður einfalt að vera með seiði og flókið að rækta fóðið.

Viltu einföldu eða flóknu aðferðina? :wink:
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

gudrungd wrote:
Viltu einföldu eða flóknu aðferðina? :wink:
bara einföldu til að byrja með :D
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

til að hafa nóg af stöðum fyrir got, þ.e. frelsi fyrir seiðin þarf að hafa þéttann góðan gróður, og nóg af honum. síðan er spurningin um vatnssifti,dagleg og almennilega, 30% -60%., meira eða minna eftir aðstæðum
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef ekki gefið lifandi artemíu í mörg ár og finnst það allt of mikil fyrirhöfn fyrir þá sem eru bara með 2-3 búr og ekki fiska sem þurfa sérstaklega á kraftmiklu fóðri að halda. Sjálfur gef ég nánast eingöngu þurrfóður og seiði vaxa vel hjá mér.

Ef kerlurnar eiga að gjóta í búrinu þá kýs ég að hafa búrið gróðurmikið, td java mosa og flotgróður. Svo veiði ég seiðin upp og set í annað búr eða færi kerlurnar.

Uppeldisbúr vil ég hafa berbotna og gef mikið, ryksuga drullu af botninum 2-3 hvern dag og skipti oft um vatn og mikið í einu.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

Artemía er besta fóðrið sem að hægt er að gefa guppy seiðum og mörgum öðrum seiðum.
Sjálfur hefð ég gefið mikið af artemíu í minni ræktun og þau seiði sem fá artemíu vaxa mun mun mun hraðar heldur en þau sem að fá bara þurrfóður.
Undanfarið hef ég samt verið mest í þurrfóðrinu - það er allt í lagi en skilar minni árangri.
Varðandi að klekja artemíunni út þá er það ekkert flókið - bara smá fyrirhöfn.
Skella vatni í afskorna 2 lítra kókflösku - salt og loft...og artemían er ready eftir ca 24 klst...
Post Reply