125l búrið mitt

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
mummi
Posts: 47
Joined: 25 Jan 2009, 23:54

125l búrið mitt

Post by mummi »

Keypti eitt stykki juwel rio 125 lítra af honum Premium hér á spjallinu, búrið er uppsett með nokkrum fallegum steinum og skeljasandi úr Nauthólsvík.

Nú spyr ég ykkur reyndu spjallverjana, hvaða fiska mynduð þið setja í búrið....

Er með eitt stykki black ghost sem ég ætla að skella í búrið og er ekki klár á því hvaða fiskar myndu henta með honum.
Langar í:
Trúðabótíur, plegga, pangasius og ropefish, spurnig hvort búrið sé of lítið?

eða: afrískar síkliður??

Öll svör vel þegin
(og ef þið eruð að selja einhverja fiska þá endilega senda mér ep)

Kv. Guðmundur
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Búrið yrði fljótt of lítið fyrir pangasius og reyndar black ghost líka en ekki í nánustu framtíð, já og pleggann líka ef út í það er farið :)
Annars ætti að vera í lagi að hafa hnífafiskinn með einhverjum síkliðum svo framarlega sem þær eru ekki of grimmar og ég myndi ekki mæla með síkliðupari þar sem hnífurinn gæti orðið undir þegar kemur að hrygningu hjá síkliðunum.
Getur kannski skoðað einhverjar "litlar" ameríkusíkliður (blue acara, firemouth, regnbogasílliður, severum, festivum, convict,) ??
Eða einhverja minni fiska, en þó ekki svo litla að black ghost éti þá, t.d. regnbogafiska, skala..
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Afríkana segji ég, lítinn hóp af Yellow Lab eða Demansoni, og nokkrar ankistrur.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

trúðabótíurnar verða of stórar fyri þetta búr líka - sérstaklega þar sem þú þarft amk 4-5stk til að þær sýni sig eitthvað af viti.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
mummi
Posts: 47
Joined: 25 Jan 2009, 23:54

Post by mummi »

Já mér datt nú í hug að þeir væru of stórir þessir fiskar :oops: en mér líst vel á demansoni...

Fæ mér líklegast nokkra svoleiðis...

Er óráðlegt að setja hraun í fiskabúr, kannski of beitt fyrir fiskana?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta búr er fulllítið fyrir demasoni og aðrar afrískar síkliður, ég mæli með búri sem er lágmark 100 x 40 cm fyrir afríkana.
mummi
Posts: 47
Joined: 25 Jan 2009, 23:54

Post by mummi »

skrambinn
Post Reply