Ég á einn c.a. 3ára gamlan skala, mjög flottur. Fyrir nokkrum dögum fór hann að verða svo slappur, er alltaf algjörlega kjurr á einum stað, og "andar" mjög mikið. Ég skipti strax um vatn. svo á föstudaginn saltaði ég búrið aðeins (samt bara c.a. 1gr á lítra).. Er ekkert búin að gera síðan þá. Það sést ekkert á fisknum, hann er bara slappur... Ætti ég að salta aftur eða skipta um vatn?
Eða er þetta einkenni e-rs sjúkdóms sem hægt er að treata?
Hann skánaði örlítið í smá tíma. Ég s.s. saltaði búrið smá, og bætti svo smám saman við. Svo í gær skipti ég út 50% vanti og í dag saltaði ég rétt rúmlega 2gr á líterinn. En í dag er hann alveg þvílíkt slappur. Og "nefið" á honum er mjög skrítið, eins og hann sé svo þvílíkt horaður í andlitinu, kemur alveg inn. Ég vil helst ekki "missa" þennan skala, á tvo svona skala og þeir setja mjög mikinn svip í búrið. Hvað get ég gert?
Síkliðan wrote:Síðan er lokuð, svo er aldrei mikið að marka dýraríkið. Nema Róbert uppá hrauni.
Skrítið, ég er bara að skoða þetta núna :S en það sakar ekki að lesa sér til þarna á dýraríkinu, sagt svona aðeins hver séu einkenni sjúkdómanna og svoleiðis. Efast um að þeir hafi verið að bulla á síðunni sinni, þó að þeir bulli stundum í búðunum
GUðjónB. wrote:ertu búin að fara inná www.dyrarikid.is fara svo í fiskar og kíkja á sjúkdóma og finnaa eitthvað þar
eða veistu hvað er að ???
dyrariki.is - ágætt að skrifa hlekkinn rétt.
Hehe ég hef alltaf farið inn á dyrarikid.is og það virkar fínt þannig að hlekkirnir eru réttir í báðum tilvikum. Svo heitir búðin líka Dýraríkið þannig að dýrariki.is meikar minna sens en hitt
Last edited by Sirius Black on 09 Apr 2009, 22:35, edited 1 time in total.