
Ég fattaði það bara svona um 6 leitið í dag að ég gæti bara útbúið fínasta stand undir 54L búrið úr þessum ljóta standi sem var undir 500L búrið

Þannig að ég byrjaði á því að taka þetta í sundur og verð ég að segja að sá sem bjó þetta til hefur klárlega fengið titilinn "Íslands Meistarinn í Skrúfum!" eftir að hafa byggt þetta því það voru svo fáranlega mikið af skrúfum í þessu apparati

Svo tók ég þær spítur sem voru best farnir og sagaði þá niður í réttar stærðir

Síðan var bara byrjað að setja saman, hvernig lyst ykkur á frábæra vinnubekkinn minn


Hingað er ég kominn núna

ætla bara að bíða eftir að ég fer að kaupa krossviðinn fyrir 500L búrið og kaupa við fyrir 54L í leiðinni, svo verður byrjað að vinna í þeim báðum á fullu þegar það gerist


