að losana við snigla

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

að losana við snigla

Post by Mermaid »

Sæl

Hver er besta leiðinn til þess að losna við snigla úr búrinu ?
Þetta er þessir litlu sniglar sem stundum smigla sér með gróðrinum.

Kv Magga
There is something fishy going on!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

bótíur éta þá með bestu lyst.. En þær verða flestar svolítið stórar og vilja helst vera nokkrar saman. Hvað er búrið þitt stórt?

Svo er líka hægt að halda fjöldanum niðri með því að gefa sparlega og taka alltaf sniglana sem maður kemur auga á.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Mermaid
Posts: 94
Joined: 10 Nov 2007, 21:07
Location: Reykjavík

Post by Mermaid »

Þetta eru 325L lítrar með smáfiskum þeas tetrur, gúbbí ofl.
ég hef reynt að taka sem flesta þegar ég skipti um vatn, en það virðist alltaf vera jafn margir sniglar eftir þrátt fyrir það.
Hvernig bótíur ganga með svona smáfiskum ?
There is something fishy going on!
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Getur í raun fengið flestar bótíur í þetta búr, t.d. yoyo eða trúða. Trúðabótíur verða reyndar frekar stórar, en það tekur þær mörg ár að verða of stórar fyrir búrið þitt. Hvaða bótíur sem þú tekur þá borgar sig að taka amk 4stk.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Melur
Posts: 32
Joined: 14 Feb 2009, 18:12

Post by Melur »

Ég ákvað að fara erfiðu leiðina og sjóða allan sandinn og taka plönturnar og tækjabúnaðinn í einangrun. :P Þetta er búið að taka mig nokkra daga.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

er maður ekkert að drepa mikið af bakteríu með því að sjóða sandinn
Last edited by Guðjón B on 10 Apr 2009, 01:17, edited 1 time in total.
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

Nei Bakterían lifir af suðuna :lol: Dahh :P
Minn fiskur étur þinn fisk!
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

nei ekki rugla mig ég er aðtala um hvort það sé ekki of mikil baktería sem deyr
:x
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Arnarl
Posts: 1233
Joined: 15 Feb 2008, 22:26

Post by Arnarl »

hún drepst öll já.
Minn fiskur étur þinn fisk!
oddi302
Posts: 74
Joined: 01 Dec 2008, 00:17

Post by oddi302 »

Öll bakterían deyr enn það getur verið nóg að vera með skítuga dælu til að starta henni aftur.
User avatar
Kaladar
Posts: 63
Joined: 06 Apr 2009, 00:04

Post by Kaladar »

Yoyo bótíur eru klárlega málið, litlar og flottar bótíur sem ættu að fara vel með fiskunum þínum.
Var með snigla plágu en hún hvarf á 1-2 mánuðum í 180lítra búri með 2 yoyo bótíum (hefði gengið hraðar ef þær væru fleirri).

Alltof mikið vesen að vera fara sjóða allt draslið, og svo getur þetta komið aftur upp, betra að hafa ágæta "vörn" fyrir þessu. 8)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Kaladar wrote:
Alltof mikið vesen að vera fara sjóða allt draslið, og svo getur þetta komið aftur upp, betra að hafa ágæta "vörn" fyrir þessu. 8)
Sammála þessu, það þarf ekki nema eina nýja plöntu (með snigli eða eggi á) og plágan er aftur komin. Betra að láta fiska vinna á þessu og þeir vinna svo á nýjum sniglum sem koma með nýjum plöntum :)
200L Green terror búr
User avatar
Junior
Posts: 128
Joined: 04 Feb 2009, 17:07

Post by Junior »

þetta getur auðvitað komið aftur, en personulega myndi ég byrja á þessu og fá mér svo botiu eftir á. svo veit ég að allar plönturnar hanns fara í einangrun í annð ílát.
-Andri
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Ég hef alveg náð að uppræta þetta í búri sem
sem ég vildi ekki hafa bótíur í og nennti ekki að standa í svona suðu jobbi.

Skellti djúpum matardisk í búrið, agúrku bita með riðfrírri skrúfu
í gegnum sig ofan í skálina, sett í búrið seint að kvöldi.
Skál fjarlægð að morgni ásamt aragrúa af sniglum, endurtekið
á hverju kvöldi þar til sniglar eru hættir að mæta í mat.
Fer eftir hversu mikið af sniglum búa í búrinu hversu oft
þarf að gera þetta, getur tekið 3 kvöld, viku eða jafnvel mánuð
í extreme tilfellum.
Image
Post Reply