Vil fyrst taka fram að ég er ekki í ræktun sem slíkri heldur vill ég bara að seiðin hjá mér lifi og dafni.
Við höfum hingað til bara verið með eitt 60L búr sem í voru nokkrir gúbbykarlar og kerlingar, nokkrir neon fiskar og 5 svarttetrur(held það sé frekar ST en Megalopterus en er samt ekki viss) og svo eina ryksugu.
Núna nýlega keypti ég platy (2pör) og einnig gubby (2pör líka) svo ásamt þeim eru 5 svarttetrur, 1 neon og svo ryksugan. (Ég veit að ég þarf að fjölga neon fiskunum)
Svo hef ég bara haft gervi-gróður í búrinu hingað til.
Og núna er ég viss um að báðar gubby kerlingarnar séu við það að fara gjóta, því eins og sá sem seldi mér þær þá komu þær beint af fæðingardeildinni

Hins vegar er ég búinn að festa kaup á 54L búri sem ég ætla að nota sem got búr og var að spá í að spurja ykkur hvernig þið mynduð hafa það, hvað myndu þið setja af skrauti og hvernig gróður og t.a.m. eitthvað til að halda kellingunum frá seiðunum eins og neti.
Beisiklý, svo ég sletti nú aðeins, hvernig myndu þið fara að þessu að koma upp sem bestri aðstöðu fyrir gotin?
Hef aðgang að vatnsslöngu í stuttu færi til að gera vatnsskiptin auðveldari.

