erfið ræktun (smá spurning)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

erfið ræktun (smá spurning)

Post by Guðjón B »

hver eru akkúrat skilirði fyrir kardínála tetrur til að hrygna??
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það væri gaman að vita hvort einhver hér hafi náð að fjölga kardinálum?? (Guðmundur?) því ég hef verið að spá í þessu líka.

ég hef verið að lesa aðeins um það og skilst að það sé erfitt, flestir kardinálar í búðum eru víst villtir en þó hafa þeir verið ræktaðir. Nokkrir punktar eftir lesturinn:
-Það þarf að setja tilbúið par í sérbúr, helst að kvöldi til.
-Í búrinu skal vera mór, eikarbörkur eða eikarlauf til að koma á réttum vatnsskilyrðum og fíngerður gróður til að grípa/fela hrognin.
-Ef vel gengur ætti parið að vera búið að hrygna næsta morgun og þá þarf að fjarlægja þau svo þau éti ekki hrognin.
-Hrognin og seiðin eru mjög viðkvæm fyrir ljósi og skal búrið vera nokkuð myrkvað fyrstu 2-3vikurnar og svo smám saman birta aukin.
-Seiðin eru mjög lítil og viðkvæm og þurfa mjög smátt fóður (infusoria?)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

gæti þetta ekki verið næsta verkefni hjá ykur snillingum :P
eru einhverjir fleiri sem vita eitthvað um ræktun á kardínálum

-
sameinaði tvo pósta í einn. muna að nota [edit/breyta] takkann í stað þess að pósta oftar en einu sinni í röð. -Andri
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Nú spyr ég, hvernig fær maður/sér að það sé staðfest par?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það sem ég meinti með tilbúnu pari var aðallega að þau séu kynþroska og kerlan hrognafull, þar sem þessir fiskar "para" sig ekki beint heldur bara rétt hanga saman meðan þau hrygna og skilja svo leiðir.
Kardínálar verða kynþroska snemma, veit ekki nákvæmlega hversu ungir en líklega nokkura mánaða þar sem þeir ná oftast bara að verða ársgamlir í náttúrunni (en nokkura ára í búrum). Ágæt leið til að vita hvort þeir séu kynþroska er að kaupa slatta á sama stað, bíða eftir að kerlurnar verði sýnilega hrognafullar og veiða þá upp eina feita kerlu og einn "grannan" karl (jafngamlan og því líklegast líka kynþroska).
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

hvernig plöntur myndiru hafa (ef þær eiga að vera 3 vikur í myrkri)

hvaða hitastig???
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

java mosa t.d
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Allt góðir punktar hjá Andra, en svo er víst enn annað vandamál að þær eiga það til að verða ófrjóar ef vatnsskilyrðin sveiflast mikið hjá þeim, eins og t.d. á löngum ferðalögum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Hvaðan koma þessir fiskar
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

GUðjónB. wrote:Hvaðan koma þessir fiskar
amazon, venjulega úr litlum lækjum sem renna í aðal ánna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Þannig að þeir eru fluttir inn frá suður-ameríku
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Jamm, med einhverjum stoppum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply