Vantar skoðanir um hvernig gróður væri flott að setja í búrið? Setti rótina í gærkvöldi og hún hefur ekkert litað enda fór hún þrjár ferðir í uppvöskunarvélina
LucasLogi wrote:Vantar skoðanir um hvernig gróður væri flott að setja í búrið? Setti rótina í gærkvöldi og hún hefur ekkert litað enda fór hún þrjár ferðir í uppvöskunarvélina
Þeir eru loksins byrjaðir að éta eftir heila viku, henti fjórum stórum rækjum í þá og þær hurfu á stuttum tíma. Svo komu þeir allir að glerinu og vildu meira.
Bob wrote:hvernig er með sona piranash. narta þeir ekki einhvað aðeins í mann þegar maður er að vesenast í búrinu?
Þeir hafa ekki gert það. Spurning hvernig það verður í framtíðinni. Það eru bara sýnilegar tennur í einum. Þeir verða skíthræddir þegar ég er að vesenast í búrinu, skjótast eins og pílur.
Sammála mixer, það er rosalegt hvað fólk heldur af piranha séu bara hættulegustu fiskar í heimi og éti allt sem að þeir komast í, alltaf.
Piranha eru aðallega hræætur nema þegar á þurrkatímabili stendur þegar ekki er mikinn mat að fá.
Piranha mundi aldrei glefsa í neinn sem að væri að vinna í búrinu, sérstaklega ekki rbp, cariba ef eitthvað væri. Þeir verða bara paranoid og fela sig á bakvið dæluna.
En fallegir fiskar og ágætar myndir.