Búrið mitt. 54 lítra.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Búrið mitt. 54 lítra.

Post by Gulli Gullfiskur »

Fór til Vargs áðan og fékk 8 fiska, einu fiskarnir sem ég man hvað heita eru Platy.

Fékk gróður hjá Andra í dag sem heita Limnophila sessiliflora.

Dælan heitir Rena Filstar IV 3 og dælir 500L á klukkustund

Platy eru 2 karl og kerling
2 albino bronze corydoras
2 Gull Barbar
2 Svartar Molly kerlingar og 1 svartur Molly karl.
2 Rauðappelsínugulir Sverðdragarar par.

Hér eru nokkrar myndir sem ég var að enda við að taka, vona að þetta virki, albúmið á að vera opið öllum.
http://www.facebook.com/album.php?aid=2 ... 1185852540
Nýlegar myndir komnar, var að prufa að setja bakgrunn á búrið. :)
Á eftir að taka myndir af sverðdragara parinu sem kom bara áðan, voða flott, kerlingin með háan bakugga.
Last edited by Gulli Gullfiskur on 03 May 2009, 21:24, edited 7 times in total.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

þessir hvítu eru albino bronze corydoras og þessir gulu eru Gull Barbar.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Svo ertu með golden barb

En fáðu þér stora rót og nokkra steina og jafnvel blómapott (kannski með sandi og plöntum í)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Lindared takk fyrir nöfnin. :)


GUðjónB. Var að spá í rót hjá Vargi, hann hélt kannski að þær sem hann ætti væru of stórar í búrið hjá mér.
Hvar er best fyrir mig að finna rót og flotta steina?
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

fínt úrval af rótum í fiskó
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

EiríkurArnar Takk skoða það eftir páska. :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

plöntutegundin er Limnophila sessiliflora :)
-Andri
695-4495

Image
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Andri Pogo Takk, nú er allt sem er í búrinu komið með nöfnin sín, svona fyrir utan dæluna, en það er nú ekki mikilvægt hvað hún heitir. ;D
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Dælan heitir Rena Filstar IV 3 og dælir 500L á klukkustund.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Hvar er herra Vargur með verslun???
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Image
og hér http://www.fiskaspjall.is/viewforum.php ... 04e263d558


Vonandi er þér sama Gulli Gullfiskur að ég seti þetta hérna inn..
Last edited by Elma on 11 Apr 2009, 01:34, edited 1 time in total.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
diddi
Posts: 663
Joined: 16 Mar 2008, 23:49
Location: Reykjavík
Contact:

Post by diddi »

viewforum.php?f=29
klassísk ep spurning
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Lindared ég sé ekki hvað stendur í smáaletrinu :lol:


En ég er ekki viðkvæm fyrir því þó að það sé sagt frá einhverju öðru í mínum þráðum, bara gaman af því að fólk hafi áhuga og mér finnst óþarfi að búa til nýjar umræður um eitthvað sem er hægt að spyrja að í annari umræðu. :D

Svona fyrir þá sem hafa ekki farið til Vargs, þá keyrir maður niður fyrir húsið á myndinni og þar eru bílskúrar og hann er í 2-3 talið frá innri endanum, kannski 4.

Ég leytaði fyrst uppi en fór svo niður og fann hann þar.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég myndi persónulega snúa dælunni um 90°, s.s. festa hana við hliðarglerið á búrinu svo hún hreyfi við vatni eftir langhliðinni og myndi betri hringrás. Myndi þó ekki hafa strauminn á mesta uppá að gróðurinn haldist nokkuð beinn.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Gulli Gullfiskur wrote:Lindared ég sé ekki hvað stendur í smáaletrinu :lol:
.
"vonandi er þér sama gullu gullfiskur að ég setji þetta hérna inn"
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég mæli með að setja myndirnar inn með fishfiles.net fyrir menn eins og mig sem eru ekki skráðir á facebook.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Vargur ertu þá ekki búin að sjá myndirnar.

Nú hefur Gulli Gullfiskur bæst í hópinn og öllum virðist líða vel, kerlingin er enn ekki búin að gjóta og við bíðum spennt eftir því.

En nú var mágur minn að segja mér að hann myndi ekki taka sénsinn á að fiskarnir myndu ekki éta seiðin, veit að börnin mín yrðu mjög sár að sjá á eftir ungunum í kjaftinn á fiskunum.
Ætti ég ekki bara fjótlega að skella kerlunni í kúluna hans Gulla og taka hana svo frá seiðunum þegar hún er búin?

Las einhverstaðar hérna í umræðunni að það væri gott að hafa myrkur því þá myndi hún ekki sjá seiðinn, er það lógískt, að skella handklæði yfir kúluna og inn í dimmt herbergi?
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

gott ráð að skella fisk sem er að því komin að gjóta í 5-10L fötu, henda smá java mosa í og og setja hana efst upp í skáp, þar er heitast. Fiskurinn ætti ekki að sjá seiðin.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Lindared wrote:gott ráð að skella fisk sem er að því komin að gjóta í 5-10L fötu, henda smá java mosa í og og setja hana efst upp í skáp, þar er heitast. Fiskurinn ætti ekki að sjá seiðin.
Ég á engan java mosa og er að skreppa út úr bænum á morgun fram að kvöldmat, fyndist leiðilegt ef hún myndi gjóta á meðan og svo væru öll seyðin komin orðin að fiskamat á meðan, börnin fylgjast svo spennt með framvindunni, alltaf að ath hvort hún sé búin að gjóta.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

það þarf ekki endilega að vera java mosi :) Bara einhver planta og láta hana fljóta, seiðin fela sig inn á milli laufana.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Lindared wrote:það þarf ekki endilega að vera java mosi :) Bara einhver planta og láta hana fljóta, seiðin fela sig inn á milli laufana.
Ok, get ég þá kannski bara tekið nokkrar af þeim sem ég er með og láti þær vera ofan í hjá henni á meðan, myndum við ekki segja að ég ætti kannski að gera þetta bara núna og eða í fyrramálið áður en ég fer? :/
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Re: Jæja var að fá fiska í búrið. :)

Post by Ásta »

Gulli Gullfiskur wrote:Mér skilst svo að Gulli Gullfiskur meigi alveg flytja til þeirra, en ég ætla að bíða aðeins með að setja hann þangað.
Gullfiskar eru yfirleitt ekki hafðir með "venjulegum" búrfiskum vegna þess að þeir eru kaldavatnsfiskar.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Re: Jæja var að fá fiska í búrið. :)

Post by Gulli Gullfiskur »

Ásta wrote:
Gulli Gullfiskur wrote:Mér skilst svo að Gulli Gullfiskur meigi alveg flytja til þeirra, en ég ætla að bíða aðeins með að setja hann þangað.
Gullfiskar eru yfirleitt ekki hafðir með "venjulegum" búrfiskum vegna þess að þeir eru kaldavatnsfiskar.
Já ég vissi það og hélt einmitt að hann mætti ekki fara með, en mér var tjáð annað. :/
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Platy og Corydoras eru fiskar sem þola ágætlega lágt hitastig og ættu að vera sáttir með gullfisknum.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Vargur wrote:Platy og Corydoras eru fiskar sem þola ágætlega lágt hitastig og ættu að vera sáttir með gullfisknum.
Enda eru þeir sáttir hehe. ;D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég las ágæta grein um gullfiska "myths" í TFH þar sem kemur skýrt fram að gullfiskar þola vel sama hita og tropical fiskar til lengri tíma án vandræða.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hvað er búrið þitt stórt?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Ásta ef þú ert að spyrja mig, þá er það á bilinu 50-60 lítra, ég er ekki alveg með töluna á hreinu en allavega rúmlega 50 lítra.

Lýst þér illa á þetta?

Gulli er að fíla sig mjög vel með þeim, sprækur og fínn og örugglega ánægður með félagskapinn.
Last edited by Gulli Gullfiskur on 12 Apr 2009, 21:07, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Nei, mér líst alls ekki illa á þetta og veit reyndar ekki mjög mikið um gullfiska annað en það sem ég hef verið að lesa hér um þá.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Gulli Gullfiskur
Posts: 47
Joined: 27 Mar 2009, 01:49

Post by Gulli Gullfiskur »

Ásta wrote:Nei, mér líst alls ekki illa á þetta og veit reyndar ekki mjög mikið um gullfiska annað en það sem ég hef verið að lesa hér um þá.
Nei ég svo sem ekki heldur og er því bara að treysta því að fiskarnir sem ég keypti mér, þoli svipað hitastig og Gulli, og hjá honum er búið að vera ca á milli 20-25 gráður, ath það með mælinum áður en ég setti hann yfir til hinna og þeirra búr var líka á milli 20-25 gráður.
Post Reply