Þessu greyi var hent í mig þar sem hann var búin að taka vel til í búri fyrri eiganda. Verst er að ég hef ekki hugmynd um hver hann er eða hvað er hægt að hafa með honum í búrinu?
Þetta er líklega albino tinfoil barb en það eru til nokkrar týpur af börbum sem ganga undir sama nafni en eru af mismunandi tegundum.
Þeir geta orðið 15-30 cm og þurfa talsvert sundsvæði og helst nokkra félaga af sömu tegund.
Eru annars friðsamir en bestir í stóru búri með svipuðum fiskum.