Hæ
Fjölskyldumeðlimi var gefin gullfiskur í skál í gær.
Persónulega finnst mér það heldur sorgleg vist fyrir gullfisk en því verður ekki breytt úr þessu.
Það sem verra er að fisknum virðist ekki líða vel. Í dag lá hann bara á hliðinni í búrinu og var slappur. Ég fyrirskipaði auðvitað vatnsskipti strax. Eftir það á fiskurinn það til að synda á hvolfi en fer einnig í gamla farið á botninum.
Eitthvað hef ég heyrt um sundmagavandamál og það leiði til að synda á hvolfi. En hann virðist nú geta komist niður en hann getur ekki áttað sig.
Ég fyrirskipaði að salta vatnið og reglulega gára vatnið og dýfa bolla í og sturta aftur ofan í svo eitthvað súrefni leysist upp í vatninu.
Hafið þið fleiri ráð?
Gullfiskur á hvolfi
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact:
Get ekki séð að það sé mikið meira sem þú
getur gert fyrir greyjið, ef þetta er að völdum snýjudýri þá
ætti saltið að slá á þetta en ef þetta er ,,sprunginn" sundmagi
þá hættir hann ekkert að vera sprunginn ...
veit um nokkra sem hafa haldið slíkum krílum lifandi í örfá ár,
og passa sig að sökkva fæðunni þeirra svo þeir gleypi ekki
loft við yfirborðið
Þá synda þeir mér að mér skilst nokkuð eðlilega,
hvort það sé eitthvað líf er ekki mitt að dæma.
mér hefur einnig fundist það gera hellings fyrir
þessi kríli í skálum að tengja loftdælu við.
Þegar stærri menn hugsa um stærðareinnar fiskabúr fyrir fyrirtæki og stofnanir
fer Vigdís á stúfana og passar gullfiskakúlur hjá einstaklingum
og fyrirtækjum
getur gert fyrir greyjið, ef þetta er að völdum snýjudýri þá
ætti saltið að slá á þetta en ef þetta er ,,sprunginn" sundmagi
þá hættir hann ekkert að vera sprunginn ...
veit um nokkra sem hafa haldið slíkum krílum lifandi í örfá ár,
og passa sig að sökkva fæðunni þeirra svo þeir gleypi ekki
loft við yfirborðið
Þá synda þeir mér að mér skilst nokkuð eðlilega,
hvort það sé eitthvað líf er ekki mitt að dæma.
mér hefur einnig fundist það gera hellings fyrir
þessi kríli í skálum að tengja loftdælu við.
Þegar stærri menn hugsa um stærðareinnar fiskabúr fyrir fyrirtæki og stofnanir
fer Vigdís á stúfana og passar gullfiskakúlur hjá einstaklingum
og fyrirtækjum
Last edited by ~*Vigdís*~ on 24 Apr 2007, 21:24, edited 1 time in total.
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact:
Ég reyndi að lesa mér aðeins til í gær.
1) Hafið 2ja daga matargjafafrí í viku hjá gullfiskum. Þetta tryggir að innyfli þeirra hreinsa sig og minnkar líkur á sýkingum.
2) Gefið lítið í einu og frekar oftar. Plássið í maga gullfisks er lítið og töluverður þrýstingur á innyflin þar sem þeir eru hálf "afbakaðir" gegnum kynbætur og afbrigðaræktun.
3) Ef notað er þurrfóður, myljið það fínt og leggið í bleyti fyrst. Annars étur gullfiskurinn það frekar þurrt og fyllir á sér magann. Svo dregur þurrfóðrið í sig raka í maga hans og þenst út. Það eykur en á þrýstinginn á innyflin og getur leitt til sýkinga.
Fann þessa síðu sem lýsir mörgum heilsufarsvandamálum gullfiska
http://www.goldfishinfo.com/identify.htm
Var að fá hringingu. Fiskurinn hresstist vel í gær við aðgerðir en er aftur orðin slappur. Ég sagði endurtaka aðgerðir gærdagsins (skipta 50% vatns og salta í nýja vatnið).
1) Hafið 2ja daga matargjafafrí í viku hjá gullfiskum. Þetta tryggir að innyfli þeirra hreinsa sig og minnkar líkur á sýkingum.
2) Gefið lítið í einu og frekar oftar. Plássið í maga gullfisks er lítið og töluverður þrýstingur á innyflin þar sem þeir eru hálf "afbakaðir" gegnum kynbætur og afbrigðaræktun.
3) Ef notað er þurrfóður, myljið það fínt og leggið í bleyti fyrst. Annars étur gullfiskurinn það frekar þurrt og fyllir á sér magann. Svo dregur þurrfóðrið í sig raka í maga hans og þenst út. Það eykur en á þrýstinginn á innyflin og getur leitt til sýkinga.
Fann þessa síðu sem lýsir mörgum heilsufarsvandamálum gullfiska
http://www.goldfishinfo.com/identify.htm
Var að fá hringingu. Fiskurinn hresstist vel í gær við aðgerðir en er aftur orðin slappur. Ég sagði endurtaka aðgerðir gærdagsins (skipta 50% vatns og salta í nýja vatnið).
- ~*Vigdís*~
- Posts: 525
- Joined: 20 Sep 2006, 19:03
- Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
- Contact:
Þarf að spyrja Halldór að því við tækifæriVargur wrote:Einu sinni heyrði ég af manni sem sagðist hafa fengið lyf við þessu í Dýraríkunu og að fiskurinn hefði lagast.
Þetta meikar sens með að hafa matinn ekki þurrann,
á við um svo margt í dýraríkinu...
Annars finnst mér eimitt þess vegna gullfiska kögglar svo
góðir, hægt að bleyta upp í þeim, þeir haldast samt heilir
án þess að sáldrast út um allt búr og valda mengun eins og flögurnar