Hitabreytingar

Umræður um sjávarbúr, fiska, lífríki og búnað.

Moderators: keli, Squinchy, ulli

Post Reply
ibbman
Posts: 271
Joined: 26 Jan 2009, 19:02

Hitabreytingar

Post by ibbman »

Jæja nuna er ég að spá, ég er búinn að blanda salt og það er búið að malla og blandast í nokkra daga (veit að það er of langt)...
En málið er að ég á ekki hitara, það eru 26 gráður í búrinu en aðeins 21-22 gráður í nýja saltinu, er í lægi fyrir mig að skipta út vatni ?

Er með rétt rúma 100 lítra blandaða, kanski spurning um að taka bara 10 lítra í einu á dag ? ? ? hvað finst fólki ?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

10l sleppa líklega, en það er slæm nýting á saltinu að gera margar litlar breytingar frekar en eina stóra. Þegar þú skiptir um lítið, og skiptir svo aftur daginn eftir, þá ertu líka að skipta út part af vatninu sem þú skiptir um daginn áður.

Hitabreytingar sem eru stærri en 1-2 gráður eru ekki æskilegar, þannig að ég myndi segja að hitari væri málið. Þú getur líka reddað þér með að setja t.d. einn hraðsuðuketil af heitu vatni í blönduna til að hækka hitann rétt fyrir vatnsskipti. Bara passa seltuna.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply