Breyting í búri?..

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Breyting í búri?..

Post by Mr. Skúli »

Ég er búinn að vera að velta fyrir mér núna síðustu daga hvort ég ætti að fara að skipta út fiskum hjá mér og fá mér einhverja aðra í staðinn.

Vandamálið er bara: hvað á ég að fá mér í staðinn?

Mig langar rosalega að fá mér nokkur skrímsi og skella þeim í búrið en þá er spurningin hvaða skrímsli?

Það sem ég heyllast mest að er:

Shovelnose
RTC
Walking Catfish
Arowana
Longfin Pangasius


Svo bara veit ég ekki hvað er til meira(allavega sem er þá eitthvað varið í).

Væri fólk kannski til í að gefa mér ábendingar um hvað ég ætti að gera í þessi og segja mér hvort þessi skrímsli gætu verið saman?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir geta allir verið saman.... í Sundhöllinni. :D

Flestir á listanum þurfa stærra búr en þú ert með núna, er stærra búr á döfinni ?
Ég tel líklegustu fiskana til að geta verið í sambýli með öðrum fiskum til langframa vera Walking cat og Arowana.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

nei það er ekki stærra búr á döfinni.. því miður :(

en ef ég gæti verið með RTC, Shovelnose og Arowana í einhvern tíma, er það ekki?

Svo skellti maður þeim bara í fiskikar eða eitthvað.. :lol: nei djók!.. DJÓK ALLIR!!!
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

dudes, hvað verður walking aftur stór?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

þóttég fái mér þessi fiska litla þýðir það ekki að þeir verði bara innsiglaðir í þetta búr..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

nei það er ekki stærra búr á döfinni.. því miður

en ef ég gæti verið með RTC, Shovelnose og Arowana í einhvern tíma, er það ekki?
Ég hef verið með Þessa alla saman í búri þannig það er hægt.
Rtc stækkar samt hrikalega hratt, svo hrátt að jafnvel ég er farinn að hafa áhyggur, þess vegna spyr ég hvort stærra búr sé á döfinni.

W. catfish verður um og yfir 50cm.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

en hvernig er þessi uppsetning í 300l.:

2-3 Oscar
1 Arowana
1 Walking Cat.
2 Longfin Pangasius
2 Álar
1-2 Senegalus
og nokkrar ryksugur :wink: ?

ég er ekki að segja að þessir fiskar verði lengi í búrinu en eitthvað þó..
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mér finnst þessi uppsetning æðisleg en kannski óraunhæf í nema stutta stund.
Ég dáist samt af þessum hug en er ekki alveg að átta mig á þessu ef þú ert ekki með stærra búr á döfinni.
Það er sjálfsagt að sulla þessu öllu í búrið og láta svo eitthvað fara þegar þörf verður á, ég held bara að það sé svo stutt í það með þessa fiska að það sé bara sóun að fá sér þá.
Í þesu tilfelli enda sennilega álarnir og senegalus í maganum á einhverjum og Pangarnir eiga eftir að gera alla geðveika.

Óskar, arowana, W. cat er eitthvað sem ég sé helst saman.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

ég sé til hvort það kemur arowana í sendinguni hjá ykkur.. svo er þá þarf ég bara að rífa allt úr búrinu og selja þetta allt eða skila til ykkar Gumma.. og svo fara bara að bíða eftir Walking cat. og svo held ég að ég verði að fá mér RTC.. þótt það verði ekki nema í stutta stund!.. :oops:

lána gumma hann þá bara í sýningarbúr þar til ég get fengið mér eitthvað hlunkabúr!..
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég myndi sleppa öllum arowana, rtc og shovelnose pælingum með þetta búr. Þetta er alltof lítið, jafnvel í stuttan tíma.

Það sem myndi helst ganga er shovelnose, en það er bara útaf því að þeir stækka hægt.

Myndi frekar skoða einhverja minni kattfiska.


Og fiskikör eru ekkert svo stór, ná ekki 1000 lítrum ef ég man rétt. :)


Edit:
Og eftir að lesa yfir þennan þráð í 2 skiptið finnst mér þetta ennþá fráleitara... Fyrst það er ekkert stærra búr á döfinni, og þú fengir þér t.d. Arowana eða fleiri af þessum fiskum, þá myndu þeir pottþétt vera lengur í búrinu en æskilegt er - face it, manni langar ekkert að losa sig við svona fiska :) Ég myndi halda að það sé besta hugmyndin að fá sér t.d. 2 óskara, einhverja 1-2 kattfiska sem verða kannski 30cm max og kannski eitthvað smotterí með. Gætir verið með búrið ansi lengi þannig ef fiskarnir eru til friðs :)
Einnig þessi listi af fiskum sem þú póstaðir, það er ansi mikið bio load af svona fiskum og öll þessi fiskahrúga myndi drulla vatnið svo fljótt að þú þyrftir að skipta um helling af vatni, jafnvel 2x í viku til þess að hafa skilyrðin góð..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Tek undir með Kela.
Einar
Posts: 63
Joined: 09 Apr 2007, 01:04

Post by Einar »

Hvað þarf maður að vera með stórt búr til að geta verið með Arowana og fleiri skemmtilega?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Einar wrote:Hvað þarf maður að vera með stórt búr til að geta verið með Arowana og fleiri skemmtilega?
Ólafur hér á spjallinu er með Arowana í 400 l búri og sér það ekki fyrir sér til frambúðar...þannig stærra en 400 lítra. :)

Hann Sverrir hér á spjallinu (hotsverrir) er með 2 stk 50 og 30 cm ásamt einhverjum stórum sikliðum í 720 lítra búri, 2m löngu og það virðist í lagi ennþá. :?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það er ekki endilega lítrastærðin sem skiptir máli, en það er talað um 2-3m á lengd og amk 1m á breidd til að gott sé... Þú kemst líklega upp með minna, en galdurinn er að hafa búrið sem lengst, og amk jafn breitt og 1.5x arowanan.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Tek undir það með Kela, mengunin af þessum fiskum í svona litlu búri myndu nánast kalla fram á vatnsskipti annanhvorn dag, þetta eru kúk maskínur
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply