jú jú mínir gullfiskar eru samt ekkert rosalega spenntir fyrir þeim en kannski þínir ég lenti í því að heill maðkur náði að komast á borrnin og hann lifði í svona 1 1/2 viku í mölinni
ég setti svona 10 cm maðk í 40 lítra búr hjá mér seinasta haust, síðan þegar ég fékk mér nýtt búr í vor og var að ganga frá 40 lítrunum, þá fann ég maðkinn sprelllifandi í sandinum, og þetta var vel grófur sandur,,,
ég dró þá ályktun að ánamaðkur geti lifað í vatni svo lengi sem hann sé undir þrýstingi og í hentugu hitastigi, því að allir hafa séð dauða maðka í drullupollum
Í denn þá gaf ég skjaldbökunum mínum maðka, svo fór ég að taka eftir mjög litlum hvítum ormum um allt búrið. Ég gerði þá ályktun að þessir ormar væru einhver sníkjudýr sem komu með möðkunum og hætti að gefa þá. Er það bull í mér?
Þessir hvítu ormar finnast í öllum fiskabúrum en sjást vanalega ekki því minni fiskar éta ormana. Ég veit reyndar ekki hvaðan þessir ormar koma en þeir eru skaðlausir.