Ánamaðkur fyrir óskara...

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
villibig
Posts: 22
Joined: 11 Apr 2009, 13:32

Ánamaðkur fyrir óskara...

Post by villibig »

Hef verið að spá soldið í því þar sem sumarið er á næsta leyti, en er í lagi að gefa óskörum ánamaðka? :roll:
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

já.
holt fyrir þá
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég og félagi minn gerðum það fyrir óskarana hans og þeir hámuðu þá í sig.
við klipptum þá reyndar í sundur og gáfum þeim þá í bitum.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Kaladar
Posts: 63
Joined: 06 Apr 2009, 00:04

Post by Kaladar »

hehe ég var að spyrja en Villi bróðir var tengdur, sá það eftir á,
takk fyrir svörin :P
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Gott er að reyna kreista úr þeim kúkinn áður
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

Annars gæturu bara verið að gefa þeim mold :P
User avatar
mixer
Posts: 700
Joined: 02 Feb 2008, 14:44
Location: Hvolsvöllur City/ Grafarholt

Post by mixer »

ég er búinn að vera að gefa mínum fiskum orma núna og þeir eru alveg hæstánægðir með þá :D
er að fikta mig áfram;)
User avatar
kiddicool98
Posts: 907
Joined: 04 Sep 2008, 16:13
Location: 104 rvk
Contact:

Post by kiddicool98 »

er þá ekki í lagi að gefa gullfiskum þetta líka?
kristinn.
-----------
215l
User avatar
sirarni
Posts: 624
Joined: 18 Jan 2009, 17:46
Location: Kópavogur

Post by sirarni »

jú jú mínir gullfiskar eru samt ekkert rosalega spenntir fyrir þeim en kannski þínir ég lenti í því að heill maðkur náði að komast á borrnin og hann lifði í svona 1 1/2 viku í mölinni :P
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég prófaði eittsinn að setja lítinn áðnamaðk í litla búrið hann hvarf fljótt 8)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
Finzy
Posts: 12
Joined: 11 Feb 2009, 17:11

Post by Finzy »

ég setti svona 10 cm maðk í 40 lítra búr hjá mér seinasta haust, síðan þegar ég fékk mér nýtt búr í vor og var að ganga frá 40 lítrunum, þá fann ég maðkinn sprelllifandi í sandinum, og þetta var vel grófur sandur,,,
ég dró þá ályktun að ánamaðkur geti lifað í vatni svo lengi sem hann sé undir þrýstingi og í hentugu hitastigi, því að allir hafa séð dauða maðka í drullupollum :wink:
User avatar
Bob
Posts: 531
Joined: 07 Dec 2008, 21:06
Location: Reykjavík

Post by Bob »

þannig að það ætti þá að vera í lagi að gefa venjulegum afríku síkliðum maðka líka?
Ekkert - retired
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já já, ef að þær éta þá.
En malawi síkliður lifa aðallega á grænfóðri.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
snorrinn
Posts: 32
Joined: 20 Jan 2009, 23:09

Post by snorrinn »

Í denn þá gaf ég skjaldbökunum mínum maðka, svo fór ég að taka eftir mjög litlum hvítum ormum um allt búrið. Ég gerði þá ályktun að þessir ormar væru einhver sníkjudýr sem komu með möðkunum og hætti að gefa þá. Er það bull í mér?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þessir hvítu ormar finnast í öllum fiskabúrum en sjást vanalega ekki því minni fiskar éta ormana. Ég veit reyndar ekki hvaðan þessir ormar koma en þeir eru skaðlausir.
snorrinn
Posts: 32
Joined: 20 Jan 2009, 23:09

Post by snorrinn »

Gott mál. Þá eru ormar aftur á matseðlinum. Skjaldbökunar þakka Vargi.
Post Reply