Panta á ebay

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Panta á ebay

Post by EiríkurArnar »

Ég var að skoða test á ebay og var svona að spá hvort eitthver hafi pantað sér svoleiðis ? t.d. PH eða No3.
Ef svarið er já...með hverju mælirðu ?
Last edited by EiríkurArnar on 14 Apr 2009, 23:17, edited 1 time in total.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þú getur pantað þér mjög gott dót á ebay og líka algert drasl, finndu bara gott merki og athugaðu hvernig vertðið kemur út á ebay miðað við hérna heima. Mundu bara að taka toll, vsk og tollskýrslugjöld með í reikninginn. Ef það munar einhverju smotteríi, þá mæli ég frekar með því að kaupa þetta heima.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Það borgar sig sjaldan að kaupa eitthvað svona smotterí á netinu.. Kannski ef þú kaupir mörg test eða eitthvað svoleiðs, en ekki bara stakt test.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Ég var að skoða líka svona fairy shrimp. Er þetta til hérna heima ?
Ef svo er þá kosta 100.000 egg
21.96$x127=2788,92
(2788,92x1,245)+450=3922,2 kr.
Er það góður díll eða kannski enginn munur ?

Þarf kannski eitthvað leyfi til að fá svona sent ?
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Þarft leyfi og vottorð og fæstir þeirra hafa getað útvegað þau.

Annars fékk svona egg frá félaga mínum í Danmörku um daginn þegar hann kíkti í heimsókn. Núna eru um 22 dagar í að eggin klekist eru búnað vera á þurru í 3 mán, þurfa 4ra mánuði þurrk.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Only put in fresh water and wait about 1 Days No need Airpump ,No need Salt.

Þetta stendur í skýringunum. Ertu viss um að við séum að tala um sama hlutinn ?

Ps. Vill taka það fram að þetta er frá Hong Kong, ég er ekki alveg svona skelfilegur í ensku :D
Dýragardurinn
Posts: 143
Joined: 11 Dec 2006, 16:29
Location: Dýragarðurinn

Post by Dýragardurinn »

Jamms, erum að tala um sama hlutinn, eggin þurfa mismunand þurrktíma. Fer eftir tegund, eggin sem þeir senda frá sér eru komin á tíma. En fairy rækjurnar klekast út eins og artemía á einum sólarhring.
Dýragarðurinn
Síðumúla 10
108 Reykjavík
S:517-6525
dyragardurinn@dyragardurinn.is
User avatar
EiríkurArnar
Posts: 475
Joined: 30 Nov 2008, 21:18
Location: Garður

Post by EiríkurArnar »

Seljið þið ekki artemíu ?
hvað kostar þetta ?
Post Reply